Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:59 Frá upphafi aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00