Segir framgöngu ráðandi hluthafa með öllu óásættanlega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:00 Árlegur tekjuvöxtur lyfjafyrirtækisins Alvogen hefur að jafnaði verið tæplega sextíu prósent á undanförnum átta árum. Nær starfsemi fyrirtækisins nú til 35 landa víða um heim. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framganga ráðandi hluthafa í félaginu Aztiq Pharma Partners gagnvart fyrrum viðskiptafélaga sínum, Matthíasi H. Johannessen, hafi verið „með öllu óásættanleg“. Aðgerðir hluthafanna, sem fólu meðal annars í sér sölu á sænsku dótturfélagi, sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen, á undirverði, hafi verið „mjög ámælisverðar“ og „skaðað í krafti meirihlutavalds með ótilhlýðilegum hætti“ hagsmuni Matthíasar, öðrum hluthöfum til hagsbóta, án þess að hann fengi rönd við reist. Sænska dótturfélagið var um mitt ár 2010 selt fyrir í mesta lagi 1,5 milljónir króna og gegn ógreiddri viðbótargreiðslu þó svo að verðmæti þess hafi numið nærri 1,7 milljörðum króna á sama tíma. „Við höfum aldrei reynt að valda Matthíasi tjóni, hvorki fjárhagslegu né annars konar tjóni,“ segir Árni Harðarson, forsvarsmaður Aztiq Pharma Partners. „Matthías hefur hins vegar stefnt okkur og félaginu út af öllu og engu undanfarin ár. Hann stefndi til dæmis félaginu vegna samþykktar ársreikninga og tapaði því máli. Við vorum einnig sýknaðir af skaðabótakröfu í héraði í máli sem hann hefur áfrýjað til Hæstaréttar. Við sjáum til hvað gerist þar. Ef við verðum dæmdir til að greiða honum bætur, þá gerum við það náttúrulega, en ég á ekki von á að til þess komi, miðað við þann málatilbúnað sem hann hefur haft uppi.“Segir dómana stórundarlega Héraðsdómur kvað í seinni hluta desember upp dóma í tveimur málum sem Matthías hafði höfðað á hendur þeim Árna og Magnúsi Jaroslav Magnússyni og félaginu Aztiq Pharma Partners. Féllu báðir dómarnir Matthíasi í vil. Var það niðurstaða dómsins að annars vegar skyldi slíta umræddu félagi og hins vegar að tilteknar samþykktir aðalfundar félagsins frá því í október árið 2014 skyldu ógiltar.Matthías H. JohannessenÁrni segir dómana stórundarlega. Málunum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í stóra samhenginu skipti þeir þó engu máli. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að málin varði eignarhlut í Alvogen. Félagið sem málin snérust um á ekkert í Alvogen og mun ekki eignast neitt í Alvogen. Þess vegna hefur þetta ekkert með eignarhald á Alvogen að gera. Það sem er hins vegar undarlegt er að dómurinn kemst af einhverjum ástæðum að þeirri niðurstöðu að lítill hluthafi geti ógilt ákvörðun um hlutafjáraukningu sem er tekin á réttan hátt af réttu atkvæðamagni og auk þess megi hann krefjast þess að félaginu verði slitið. Hlutafélagaumhverfið á Íslandi yrði ansi undarlegt ef lítill hluthafi gæti krafist slita á félagi þegar honum sýndist,“ nefnir Árni. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember árið 2016 að háttsemi Árna, Magnúsar og Róberts Wessmans, sem fólst í því að selja sænska dótturfélagið Aztiq Partners AB til félags í eigu Árna, hafi bakað þeim skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi. Þremenningarnir voru hins vegar sýknaðir að svo stöddu, en dómurinn taldi ótækt að dæma Matthíasi fullar bætur þar sem ekki lá fyrir hvert endanlegt tjón hans yrði. Þrír dómkvaddir yfirmatsmenn töldu að verðmæti alls hlutafjár dótturfélagsins hafi verið tæpir 1,7 milljarðar króna um mitt ár 2010. Á sama tíma hafi félagið hins vegar verið selt fyrir að hámarki 1,5 milljónir króna og gegn ógreiddri viðbótargreiðslu, en matsmennirnir treystu sér ekki til þess að leggja mat á verðmæti hennar. Málið kemur til kasta Hæstaréttar síðar á árinu. Aztiq Pharma Partners var stofnað á árinu 2009 af þeim Árna, Róberti og Magnúsi ásamt Matthíasi. Átti Róbert 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír skiptu með sér tveimur prósentum hver. Sama dag og félagið var stofnað framseldi Róbert Árna allan eignarhlut sinn án vitneskju Matthíasar. Hæstiréttur hefur slegið því föstu að við umrætt framsal hafi forkaupsréttur Matthíasar að hlutabréfunum orðið virkur. Matthías hætti í stjórn Aztiq Pharma Partners í mars árið 2010 vegna ósættis við þremenningana og réð sig til starfa hjá Actavis, helsta keppinauti Alvogen. Hafa þremenningarnir fullyrt að Matthías hafi neitað að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu sem kæmi í veg fyrir að hann léti Actavis í té gögn um áætlanir Alvogen. Fáeinum mánuðum síðar var helsta eign Aztiq Pharma Partners, hið margumrædda sænska dótturfélag, selt til félags í eigu Árna, Aztiq Pharma ehf, án vitneskju Matthíasar. Sænska dótturfélagið átti lúxemborgskt félag sem hafði fest kaup á 30 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen.Róbert Wessman, forstjóri AlvogenVísir/EyþórEndurgjaldið fjarri sannvirði Héraðsdómur er afdráttarlaus um að stjórn Aztiq Pharma Partners - en í henni sátu Árni, Magnús og Róbert - hafi selt sænska félagið á undirverði. Stjórninni hafi mátt vera það „fullljóst“ að endurgjaldið hafi verið „víðs fjarri sannvirði“. Dómurinn taldi ekki skipta máli þau sjónarmið þremenninganna að ef þeir hefðu ekki farið þá leið sem farin var, þ.e. að selja sænska félagið, þá hefði líklega ekki tekist að fjármagna kaupin á þriðjungshlutnum í Alvogen. Að sögn þremenninganna hefði fjárfestingarmöguleikinn að öðrum kosti líkast til tapast. Þeir báru meðal annars fyrir sig að einn þeirra fjárfesta sem þeir leituðu til, fjárfestingasjóðurinn Sage International Ventures, hefði sett þau skilyrði fyrir lánveitingu að eignarhald sænska dótturfélagsins yrði endurskipulagt. Dómurinn sagði þessar ástæður ekki breyta því að umrædd leið hefði verið farin „án þess að skeyta neinu um hagsmuni stefnanda [Matthíasar]“. Ekki yrði heldur séð að kröfur fjárfestingasjóðsins hefðu einar og sér kallað á eða réttlætt þá leið að selja svo til einu eign félagsins á miklu undirverði. Ógilti 100 milljóna hlutafjárhækkun Héraðsdómur ógilti jafnframt í síðasta mánuði samþykktir aðalfundar Aztiq Pharma Partners frá því í október 2014 um annars vegar að hækka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna og hins vegar að afnema forkaupsrétt hluthafa í félaginu. Fyrir umrædda hlutafjárhækkun taldi Matthías sig eiga þriðjungshlut í félaginu en eftir hana átti hann einungis 0,01 prósents hlut. Héraðsdómur taldi gögn málsins benda til þess að verðmæti félagsins hefði við hækkunina verið metið allt of lágt. Það hefði stuðlað að því að þeim sem tóku þátt í hækkuninni væri aflað ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað Matthíasar. Benti dómurinn auk þess á að starfsemi í félaginu hefði verið lítil. Engin gögn hefðu verið lögð fram um framtíðaráform félagsins og ekki hefði verið reynt að rökstyðja hvers vegna þörf var talin á því að auka hlutaféð um 100 milljónir króna í einu vetfangi.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framganga ráðandi hluthafa í félaginu Aztiq Pharma Partners gagnvart fyrrum viðskiptafélaga sínum, Matthíasi H. Johannessen, hafi verið „með öllu óásættanleg“. Aðgerðir hluthafanna, sem fólu meðal annars í sér sölu á sænsku dótturfélagi, sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen, á undirverði, hafi verið „mjög ámælisverðar“ og „skaðað í krafti meirihlutavalds með ótilhlýðilegum hætti“ hagsmuni Matthíasar, öðrum hluthöfum til hagsbóta, án þess að hann fengi rönd við reist. Sænska dótturfélagið var um mitt ár 2010 selt fyrir í mesta lagi 1,5 milljónir króna og gegn ógreiddri viðbótargreiðslu þó svo að verðmæti þess hafi numið nærri 1,7 milljörðum króna á sama tíma. „Við höfum aldrei reynt að valda Matthíasi tjóni, hvorki fjárhagslegu né annars konar tjóni,“ segir Árni Harðarson, forsvarsmaður Aztiq Pharma Partners. „Matthías hefur hins vegar stefnt okkur og félaginu út af öllu og engu undanfarin ár. Hann stefndi til dæmis félaginu vegna samþykktar ársreikninga og tapaði því máli. Við vorum einnig sýknaðir af skaðabótakröfu í héraði í máli sem hann hefur áfrýjað til Hæstaréttar. Við sjáum til hvað gerist þar. Ef við verðum dæmdir til að greiða honum bætur, þá gerum við það náttúrulega, en ég á ekki von á að til þess komi, miðað við þann málatilbúnað sem hann hefur haft uppi.“Segir dómana stórundarlega Héraðsdómur kvað í seinni hluta desember upp dóma í tveimur málum sem Matthías hafði höfðað á hendur þeim Árna og Magnúsi Jaroslav Magnússyni og félaginu Aztiq Pharma Partners. Féllu báðir dómarnir Matthíasi í vil. Var það niðurstaða dómsins að annars vegar skyldi slíta umræddu félagi og hins vegar að tilteknar samþykktir aðalfundar félagsins frá því í október árið 2014 skyldu ógiltar.Matthías H. JohannessenÁrni segir dómana stórundarlega. Málunum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í stóra samhenginu skipti þeir þó engu máli. „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að málin varði eignarhlut í Alvogen. Félagið sem málin snérust um á ekkert í Alvogen og mun ekki eignast neitt í Alvogen. Þess vegna hefur þetta ekkert með eignarhald á Alvogen að gera. Það sem er hins vegar undarlegt er að dómurinn kemst af einhverjum ástæðum að þeirri niðurstöðu að lítill hluthafi geti ógilt ákvörðun um hlutafjáraukningu sem er tekin á réttan hátt af réttu atkvæðamagni og auk þess megi hann krefjast þess að félaginu verði slitið. Hlutafélagaumhverfið á Íslandi yrði ansi undarlegt ef lítill hluthafi gæti krafist slita á félagi þegar honum sýndist,“ nefnir Árni. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember árið 2016 að háttsemi Árna, Magnúsar og Róberts Wessmans, sem fólst í því að selja sænska dótturfélagið Aztiq Partners AB til félags í eigu Árna, hafi bakað þeim skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi. Þremenningarnir voru hins vegar sýknaðir að svo stöddu, en dómurinn taldi ótækt að dæma Matthíasi fullar bætur þar sem ekki lá fyrir hvert endanlegt tjón hans yrði. Þrír dómkvaddir yfirmatsmenn töldu að verðmæti alls hlutafjár dótturfélagsins hafi verið tæpir 1,7 milljarðar króna um mitt ár 2010. Á sama tíma hafi félagið hins vegar verið selt fyrir að hámarki 1,5 milljónir króna og gegn ógreiddri viðbótargreiðslu, en matsmennirnir treystu sér ekki til þess að leggja mat á verðmæti hennar. Málið kemur til kasta Hæstaréttar síðar á árinu. Aztiq Pharma Partners var stofnað á árinu 2009 af þeim Árna, Róberti og Magnúsi ásamt Matthíasi. Átti Róbert 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír skiptu með sér tveimur prósentum hver. Sama dag og félagið var stofnað framseldi Róbert Árna allan eignarhlut sinn án vitneskju Matthíasar. Hæstiréttur hefur slegið því föstu að við umrætt framsal hafi forkaupsréttur Matthíasar að hlutabréfunum orðið virkur. Matthías hætti í stjórn Aztiq Pharma Partners í mars árið 2010 vegna ósættis við þremenningana og réð sig til starfa hjá Actavis, helsta keppinauti Alvogen. Hafa þremenningarnir fullyrt að Matthías hafi neitað að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu sem kæmi í veg fyrir að hann léti Actavis í té gögn um áætlanir Alvogen. Fáeinum mánuðum síðar var helsta eign Aztiq Pharma Partners, hið margumrædda sænska dótturfélag, selt til félags í eigu Árna, Aztiq Pharma ehf, án vitneskju Matthíasar. Sænska dótturfélagið átti lúxemborgskt félag sem hafði fest kaup á 30 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen.Róbert Wessman, forstjóri AlvogenVísir/EyþórEndurgjaldið fjarri sannvirði Héraðsdómur er afdráttarlaus um að stjórn Aztiq Pharma Partners - en í henni sátu Árni, Magnús og Róbert - hafi selt sænska félagið á undirverði. Stjórninni hafi mátt vera það „fullljóst“ að endurgjaldið hafi verið „víðs fjarri sannvirði“. Dómurinn taldi ekki skipta máli þau sjónarmið þremenninganna að ef þeir hefðu ekki farið þá leið sem farin var, þ.e. að selja sænska félagið, þá hefði líklega ekki tekist að fjármagna kaupin á þriðjungshlutnum í Alvogen. Að sögn þremenninganna hefði fjárfestingarmöguleikinn að öðrum kosti líkast til tapast. Þeir báru meðal annars fyrir sig að einn þeirra fjárfesta sem þeir leituðu til, fjárfestingasjóðurinn Sage International Ventures, hefði sett þau skilyrði fyrir lánveitingu að eignarhald sænska dótturfélagsins yrði endurskipulagt. Dómurinn sagði þessar ástæður ekki breyta því að umrædd leið hefði verið farin „án þess að skeyta neinu um hagsmuni stefnanda [Matthíasar]“. Ekki yrði heldur séð að kröfur fjárfestingasjóðsins hefðu einar og sér kallað á eða réttlætt þá leið að selja svo til einu eign félagsins á miklu undirverði. Ógilti 100 milljóna hlutafjárhækkun Héraðsdómur ógilti jafnframt í síðasta mánuði samþykktir aðalfundar Aztiq Pharma Partners frá því í október 2014 um annars vegar að hækka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna og hins vegar að afnema forkaupsrétt hluthafa í félaginu. Fyrir umrædda hlutafjárhækkun taldi Matthías sig eiga þriðjungshlut í félaginu en eftir hana átti hann einungis 0,01 prósents hlut. Héraðsdómur taldi gögn málsins benda til þess að verðmæti félagsins hefði við hækkunina verið metið allt of lágt. Það hefði stuðlað að því að þeim sem tóku þátt í hækkuninni væri aflað ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað Matthíasar. Benti dómurinn auk þess á að starfsemi í félaginu hefði verið lítil. Engin gögn hefðu verið lögð fram um framtíðaráform félagsins og ekki hefði verið reynt að rökstyðja hvers vegna þörf var talin á því að auka hlutaféð um 100 milljónir króna í einu vetfangi.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira