Sverre tók þátt í tíu stórmótum með íslenska landsliðinu frá 2007 til 2015 og vann meðal annars silfur á Ólympíuleikunum og brons á Evrópumótinu.
Sverre saknar þess að verja janúarmánuði á stórmóti í handbolta.
„Já klárlega, þetta var alltaf skemmtilegur tími. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í 10 stórmótum sem eru forréttindi og ég er þakklátur fyrir. Ég væri til í að taka eitt enn," segir Sverre í samtali við akureyri-hand.is.
Við söknum þess líka að hafa Sverre á stórmóti! | Akureyri Handboltafélag https://t.co/NWMnQlBp2G#handbolti#AkureyriHandbolti#ÁframÍsland
— Akureyri Handboltafélag (@AkHandbolti) January 16, 2018
Sverre á erfitt með að nefna eitt eftirminnilegt atvik frá landsliðsferlinum því þau séi einfaldlega of mörg. Ekki nema von enda var Sverre hluti af hálfgerðu gullaldarskeiði landsliðsins.
„Þau eru nokkur, það að vinna silfur á ÓL mun alltaf vera efst á blaði. Hins vegar mætti líka nefna þegar ég spilaði minn fyrsta leik, þegar við unnum Frakkana á HM 2007 var einstakt. Brons á EM 2010 og svo eitt sem gleymist ekki; það var tap á móti Ungverjum á ÓL12, þá hélt ég að við værum að fara alla leið. Liðið var í frábæru formi, vel spilandi og við höfðum getuna en..." segir Sverre en það má lesa allt viðtalið hér.
Stórmót Sverre með landsliðinu:
HM í Þýsklalandi 2007 - 8. sæti
EM í Noregi 2008 - 11.sæti
ÓL í Peking 2008 - Silfurverðlaun
EM í Austurríki 2010 - Bronsverðlaun
HM í Svíþjóð 2011 - 6. sæti
EM á Serbíu 2012 - 10.sæti
ÓL í London 2012 - 5. sæti
HM á Spáni 2013 - 12. sæti
EM í Danmörku 2014 - 5. sæti
HM í Katar 2015 - 11.sæti