Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 23:07 Hannes Jónsson.formaður Körfuknattleikssambands Íslands fagnar MeToo umræðunni innan íþrótta. Vísir/Eyþór „Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30