Fjöruverðlaunin 2018 afhent í tólfta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2018 17:00 Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu og gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði. Vísir/Hanna Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Bókin Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur vann verðlaunin í flokki fagurbókmennta. Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur vann verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta. Undur Mývatns – Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur vann verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Þetta er í tólfta sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í fjórða sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu og gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.Rökstuðningur dómnefndaElín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur (Forlagið, 2017) Í skáldsögunni Elín, ýmislegt fléttar höfundur saman sögu tveggja kvenna sem eru dregnar sterkum og trúverðugum dráttum. Leikmunahönnuðurinn Elín og leikskáldið unga Ellen standa sitt hvoru megin við fullorðinsárin en á margslunginn hátt kallast tilvera þeirra á. Í bókinni er tekist á við höggbylgjurnar sem ríða yfir eftir áföll og halda áfram sínu nötrandi ferðalagi um lífið á djúpstæðri tíðni. Á einkar næman og áhrifaríkan hátt er hér fjallað um skynjun manneskjunnar á veruleikanum, flóttaleiðir hugans, einsemd, hið gleymda og falda. Frásagnartæknin er í senn úthugsuð og áreynslulaus. Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur er gríðarlega vel skrifuð skáldsaga sem lifir áfram með lesandanum.Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Unnur Jökulsdóttir (Mál og menning, 2017) „Í geislum miðnætursólar sem hangir lágt á norðvesturhimni er vatnið glóandi eins og bráðið gull.“ Með þessum upphafsorðum er tónninn sleginn í bók Unnar Jökulsdóttur Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Í bókinni skynjar lesandinn töfra og fegurð Mývatns. Unnur ber djúpa virðingu fyrir náttúrunni og lýsir henni af ástríðu og hrifningu. Látlausar vatnslitamyndir eftir Árna Einarsson og Margaret Davies prýða bókina. Unnur kveikir fjölmargar hugrenningar um samhengi manns og náttúru og gerir lontuna, húsöndina og slæðumýið ódauðlegt. Unnur sýnir hvernig skeytingarleysi tortímdi kúluskítnum og lýsir áhyggjum af framtíð vatnsins ef við gætum þess ekki vel. Bókin Undur Mývatns er dýrmæt perla rétt eins og vatnið sjálft.Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels. Kristín Helga Gunnarsdóttir (Mál og menning, 2017) Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur segir frá Ishmael, 15 ára dreng á flótta frá Sýrlandi, og Salí, sýrlenskri stúlku sem býr í Kópavogi. Sjónarhornið flakkar milli þeirra tveggja og skapast þannig spenna sem heldur lesandanum föngnum. Sagan fjallar öðrum þræði um hörmungar en fyrst og fremst um mennsku og mannhelgi og er það undirstrikað með tilvitnunum úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna í upphafi hvers kafla. Bókin er einstaklega vel byggð, persónusköpun trúverðug og afar raunsæ og fjallar um málefni sem brennur á okkur öllum.Einnig voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2018: Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Slitförin eftir Fríðu Ísberg í flokki fagurbókmennta; Íslenska lopapeysan: Uppruni saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur og Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis; Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur og Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur í flokki barna- og unglingabókmennta. Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2018 skipa: Bergþóra Skarphéðinsdóttir íslenskufræðingur, Guðrún Lára Pétursdóttir ritstjóri og Salka Guðmundsdóttir leikskáld og þýðandi í flokki fagurbókmennta; Helga Haraldsdóttir sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigurrós Erlingsdóttir íslenskukennari og Þórunn Blöndal dósent í íslenskri málfræði í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis; Arnþrúður Einarsdóttir kennari, Sigrún Birna Björnsdóttir framhaldsskólakennari og Þorbjörg Karlsdóttir bókasafnsfræðingur og flokki barna- og unglingabókmennta. Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Bókin Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur vann verðlaunin í flokki fagurbókmennta. Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur vann verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta. Undur Mývatns – Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur vann verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Þetta er í tólfta sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í fjórða sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu og gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.Rökstuðningur dómnefndaElín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur (Forlagið, 2017) Í skáldsögunni Elín, ýmislegt fléttar höfundur saman sögu tveggja kvenna sem eru dregnar sterkum og trúverðugum dráttum. Leikmunahönnuðurinn Elín og leikskáldið unga Ellen standa sitt hvoru megin við fullorðinsárin en á margslunginn hátt kallast tilvera þeirra á. Í bókinni er tekist á við höggbylgjurnar sem ríða yfir eftir áföll og halda áfram sínu nötrandi ferðalagi um lífið á djúpstæðri tíðni. Á einkar næman og áhrifaríkan hátt er hér fjallað um skynjun manneskjunnar á veruleikanum, flóttaleiðir hugans, einsemd, hið gleymda og falda. Frásagnartæknin er í senn úthugsuð og áreynslulaus. Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur er gríðarlega vel skrifuð skáldsaga sem lifir áfram með lesandanum.Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Unnur Jökulsdóttir (Mál og menning, 2017) „Í geislum miðnætursólar sem hangir lágt á norðvesturhimni er vatnið glóandi eins og bráðið gull.“ Með þessum upphafsorðum er tónninn sleginn í bók Unnar Jökulsdóttur Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Í bókinni skynjar lesandinn töfra og fegurð Mývatns. Unnur ber djúpa virðingu fyrir náttúrunni og lýsir henni af ástríðu og hrifningu. Látlausar vatnslitamyndir eftir Árna Einarsson og Margaret Davies prýða bókina. Unnur kveikir fjölmargar hugrenningar um samhengi manns og náttúru og gerir lontuna, húsöndina og slæðumýið ódauðlegt. Unnur sýnir hvernig skeytingarleysi tortímdi kúluskítnum og lýsir áhyggjum af framtíð vatnsins ef við gætum þess ekki vel. Bókin Undur Mývatns er dýrmæt perla rétt eins og vatnið sjálft.Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels. Kristín Helga Gunnarsdóttir (Mál og menning, 2017) Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur segir frá Ishmael, 15 ára dreng á flótta frá Sýrlandi, og Salí, sýrlenskri stúlku sem býr í Kópavogi. Sjónarhornið flakkar milli þeirra tveggja og skapast þannig spenna sem heldur lesandanum föngnum. Sagan fjallar öðrum þræði um hörmungar en fyrst og fremst um mennsku og mannhelgi og er það undirstrikað með tilvitnunum úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna í upphafi hvers kafla. Bókin er einstaklega vel byggð, persónusköpun trúverðug og afar raunsæ og fjallar um málefni sem brennur á okkur öllum.Einnig voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2018: Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Slitförin eftir Fríðu Ísberg í flokki fagurbókmennta; Íslenska lopapeysan: Uppruni saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur og Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis; Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur og Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur í flokki barna- og unglingabókmennta. Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2018 skipa: Bergþóra Skarphéðinsdóttir íslenskufræðingur, Guðrún Lára Pétursdóttir ritstjóri og Salka Guðmundsdóttir leikskáld og þýðandi í flokki fagurbókmennta; Helga Haraldsdóttir sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigurrós Erlingsdóttir íslenskukennari og Þórunn Blöndal dósent í íslenskri málfræði í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis; Arnþrúður Einarsdóttir kennari, Sigrún Birna Björnsdóttir framhaldsskólakennari og Þorbjörg Karlsdóttir bókasafnsfræðingur og flokki barna- og unglingabókmennta.
Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira