Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:05 Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum Parks and Recreation og Master of None. Vísir/AFP Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira