Erlent

Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng.
Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. Visir/afp
Íbúar á Hawaii fengu í kvöld skilaboð frá öryggisyfirvöldum þess efnis að eldflaug stefndi á eyjarnar. Í skilaboðunum var fólki bent á að leita skjóls tafarlaust. Hér væri ekki um æfingu að ræða. Þetta reyndist þrátt fyrir það hafa verið mistök, að íbúum steðjaði engin hætta. Verið er að kanna hvað fór úrskeiðis.

Skilaboðin ollu mikilli geðshræringu á meðal íbúa Hawaii en margir lýstu yfir hræðslu sinni á samfélagsmiðlum. Ekki leið þó á löngu þar til lögbær yfirvöld á sviði neyðarþjónustu leiðréttu skilaboðin. Að Hawaii eyjum stafaði engin eldflaugahætta. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Þetta voru skilaboðin sem íbúarnir fengu.visir/afp
Vern Miyagi, sem fer fyrir Neyðarþjónustunni, segir að um mistök hafi verið að ræða og að verið sé að reyna að finna út hvers vegna skilaboðin hafi verið send.

Mazie Hirono, þingmaður Demókrataflokksins, sagði á Twitter að á tímum aukinnar spennu í alþjóðamálum sé brýnt að ganga úr skugga um að allar upplýsingar séu réttar sem borgurum eru látnar í té. Það sé mikilvægt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst og að tryggja að svona mistök geti ekki endurtekið sig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×