Tekst Patriots að klára skylduverkið? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 20:12 Tom Brady og Rob Gronkowski hafa verið í miklum ham fyrir Patriots. Vísir/Getty Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld. NFL Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld.
NFL Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira