Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2018 11:45 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum. Vísir/pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira