Svíarnir slegnir í rot í Split Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2018 06:00 Ólafur Guðmundsson skoraði sjö mörk þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Svíþjóð, 26-24, í fyrsta leik sínum á EM í Króatíu. vísir/ernir Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira
Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira