Auðvelt hjá Króötum 12. janúar 2018 21:09 Heimamenn byrja af krafti vísir/epa Króatar völtuðu yfir nágranna sína frá Serbíu í seinni leik fyrstu umferðar A-riðils á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Þessar þjóðir bera litla nágrannaást sín á milli og tóku króatísk yfirvöld þá ákvörðun að banna serbneskum stuðninsgmönnum aðgang að vellinum því þau treystu sér ekki til þess að tryggja öryggi þeirra. Niðri á keppnisgólfinu var fljótt ljóst í hvað stefndi, Króatar voru komnir með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútum. Serbarnir náðu að halda í við þá til að byrja með, en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks sigldu heimamenn fram úr og fóru með fimm marka forystu til leikhlés, 14-9. Leikurinn hélt svo áfram í sama horfi eftir leikhléið, Króatar hægt og rólega juku forystu sína. Serbar áttu nokkra spretti inn á milli, en náðu þó aldrei að komast nálægt Króötum og leikurinn fór að lokum 32-22, tíu marka sigur Króata. Króatar taka því toppsæti A-riðils að loknum fyrsta keppnisdegi með tvö stig. Íslendingar eru einnig með tvö stig, en markatala Íslands er slakari en Króata og því annað sæti okkar. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira
Króatar völtuðu yfir nágranna sína frá Serbíu í seinni leik fyrstu umferðar A-riðils á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. Þessar þjóðir bera litla nágrannaást sín á milli og tóku króatísk yfirvöld þá ákvörðun að banna serbneskum stuðninsgmönnum aðgang að vellinum því þau treystu sér ekki til þess að tryggja öryggi þeirra. Niðri á keppnisgólfinu var fljótt ljóst í hvað stefndi, Króatar voru komnir með yfirhöndina strax frá fyrstu mínútum. Serbarnir náðu að halda í við þá til að byrja með, en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks sigldu heimamenn fram úr og fóru með fimm marka forystu til leikhlés, 14-9. Leikurinn hélt svo áfram í sama horfi eftir leikhléið, Króatar hægt og rólega juku forystu sína. Serbar áttu nokkra spretti inn á milli, en náðu þó aldrei að komast nálægt Króötum og leikurinn fór að lokum 32-22, tíu marka sigur Króata. Króatar taka því toppsæti A-riðils að loknum fyrsta keppnisdegi með tvö stig. Íslendingar eru einnig með tvö stig, en markatala Íslands er slakari en Króata og því annað sæti okkar.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Sjá meira