Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann. MeToo Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann.
MeToo Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent