„Standið er gott og ég er klár í leikinn,“ segir Aron ákveðinn eftir æfinguna í keppnishöllinni í dag.
„Það tók einhverja 72 tíma að laga þetta. Ég er alveg klár. Þetta er ekkert sem var að plaga mig áður en ég kom en ég fékk tak út í Þýskalandi. Það er gott að þetta sé búið.“
Meiðsli hafa leikið Aron grátt á síðustu árum og oftar en ekki í kringum stórmót.
„Það er ömurlegt. Eins og staðan er í dag ætti ég að ná þessu alveg frá upphafi til enda. Það er búið að tjasla mér saman og ég er alveg 100 prósent.“
Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.