Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 21:19 Michael Douglas er margverðlaunaður fyrir störf sín í skemmtanaiðnaðinum og er sonur leikarans Kirk Douglas. Vísir/Getty Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“ MeToo Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“
MeToo Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira