Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 14:30 Greta Gerwig, hér önnur frá hægri, vann á sunnudag Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird sem valin var besta gamanmyndin á hátíðinni. vísir/getty Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18