Hugleiðingar um votlendi - eru náttúruleg ferli á Íslandi öðruvísi en erlendis? Auður Magnúsdóttir og Árni Bragason skrifar 29. janúar 2018 13:56 Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar