Níu fugla dagur skilaði Ólafíu meira en einni milljón Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er alltaf tilbúin að slá á létta strengi til að búa til skemmtileg móment. Mynd/Instagram/olafiakri Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag. Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum. Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira. Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0 — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Hún tapaði ekki höggi á neinni holu og fékk alls níu fugla sem er mögnuð frammistaða. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum degi og svo fimm fugla á þriðja hringnum. Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum. Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn og mótshaldarar voru í vandræðum fyrstu dagana þar sem rokið gerði meira en að trufla keppendur því það þurfti að fresta keppni bæði á föstudag og laugardag. Ólafía spilað fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og var síðan búin að fá fimm skolla á fyrstu tíu holunum á öðrum hring. Útlitið var ekki alltof bjart fyrir okkar konu að ná niðurskurðinum. Hún náði reynda fugli á síðustu holunni áður en leik var frestað og fór því úr því að vera á níu höggum yfir pari í að vera á átta höggum yfir pari. Það munaði um það en hún þurfti meira. Ólafía Þórunn þurfti að spila 24 holur á sunnudeginum en þær tók hún með trompi og bauð upp á spilamennsku í heimsklassa. Hún talaði sjálf um rússíbanaferð hjá sér.Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year pic.twitter.com/0aMc8UH1Z0 — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Hún tapaði ekki höggi á neinni holu og fékk alls níu fugla sem er mögnuð frammistaða. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum degi og svo fimm fugla á þriðja hringnum. Það voru bara tvær sem spiluðu betur en Ólafía á lokahringnum og önnur þeirra var meistarinn Brittany Lincicom sem lék hringinn á 66 höggum. Ólafía Þórunn endaði því móti á einu höggi undir pari sem skilaði henni upp í 26. sæti. Það sæti gaf henni 11.907 dollara í verðlaunafé eða meira en 1,1 milljón íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá skorkortið hjá Ólafíu. Á sunnudeginum spilaði hún sex síðustu holurnar á fyrri níu holunum og svo allar átján holurnar á þriðja hringnum.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira