Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 08:53 Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/Eyþór Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallar Íslands en þann 26. apríl 2017 tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings á öllu hlutafé Olís og DGV. Í tilkynningu Haga kemur fram að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins feli ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun heldur sé liður í málsmeðferð eftirlitsins á samrunanum. Í skjalinu er frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins lýst og er hún sú að samruninn raski samkeppni. Hann verði því ekki samþykktur af eftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur því samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar á þeim þáttum sem talið er að raski samkeppni og koma fram í frummati eftirlitsins. Tilkynningu Haga til Kauphallar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Þann 26. apríl sl. tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og fasteignafélagsins DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hluthafafundur samþykkti aukningu hlutafjár á aðalfundi félagsins þann 7. júní sl. og var fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar aflétt þann 13. júlí sl.Högum hefur nú borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu, sem liður í málsmeðferð þess á samrunanum. Skjalið felur í sér frummat Samkeppniseftirlitsins en felur ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Andmælaskjalið er ritað í þeim tilgangi að auðvelda samrunaaðilum að nýta andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Í skjalinu er frumniðurstöðu eftirlitsins lýst en hún er sú að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska samkeppni og koma fram í frummati Samkeppniseftirlitsins.Allar ályktanir í andmælaskjalinu byggja eins og áður segir á frummati Samkeppniseftirlitsins og geta tekið breytingum gefi ný gögn eða sjónarmið tilefni til þess. Hagar vinna nú að því að koma athugasemdum við andmælaskjalið á framfæri en auk þess eru að hefjast sáttaviðræður um málið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir. Tengdar fréttir Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30 Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00 Hagar kaupa Olís Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf. 26. apríl 2017 18:37 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallar Íslands en þann 26. apríl 2017 tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings á öllu hlutafé Olís og DGV. Í tilkynningu Haga kemur fram að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins feli ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun heldur sé liður í málsmeðferð eftirlitsins á samrunanum. Í skjalinu er frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins lýst og er hún sú að samruninn raski samkeppni. Hann verði því ekki samþykktur af eftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur því samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar á þeim þáttum sem talið er að raski samkeppni og koma fram í frummati eftirlitsins. Tilkynningu Haga til Kauphallar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Þann 26. apríl sl. tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og fasteignafélagsins DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hluthafafundur samþykkti aukningu hlutafjár á aðalfundi félagsins þann 7. júní sl. og var fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar aflétt þann 13. júlí sl.Högum hefur nú borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu, sem liður í málsmeðferð þess á samrunanum. Skjalið felur í sér frummat Samkeppniseftirlitsins en felur ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Andmælaskjalið er ritað í þeim tilgangi að auðvelda samrunaaðilum að nýta andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Í skjalinu er frumniðurstöðu eftirlitsins lýst en hún er sú að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða. Stjórn Haga hefur samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska samkeppni og koma fram í frummati Samkeppniseftirlitsins.Allar ályktanir í andmælaskjalinu byggja eins og áður segir á frummati Samkeppniseftirlitsins og geta tekið breytingum gefi ný gögn eða sjónarmið tilefni til þess. Hagar vinna nú að því að koma athugasemdum við andmælaskjalið á framfæri en auk þess eru að hefjast sáttaviðræður um málið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir.
Tengdar fréttir Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30 Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00 Hagar kaupa Olís Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf. 26. apríl 2017 18:37 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30
Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00
Hagar kaupa Olís Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf. 26. apríl 2017 18:37