Nær Brunson að hefna fyrir tapið gegn krókódílnum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. janúar 2018 08:00 Derek Brunson er hann barðist við Anderson Silva. Vísir/Getty Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1. MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira