Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. janúar 2018 20:45 Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“ Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“
Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00