Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 07:30 Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Vísir/GVA Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira