Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 19:35 Veggmynd af Trump á aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna í Betlehem. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels lagðist illa í leiðtoga Palestínumanna. Vísir/AFP Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira