Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 19:35 Veggmynd af Trump á aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna í Betlehem. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels lagðist illa í leiðtoga Palestínumanna. Vísir/AFP Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Bandaríkin munu hætta að styðja Palestínumenn fjárhagslega ef þeir bera sig ekki eftir friðarumleitunum við Ísraelsmenn. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í dag. Trump telur Palestínumenn jafnframt hafa snuprað varaforseta sinn. Leiðtogar Palestínumanna sniðgengu heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Ísraels fyrr í þessum mánuði. Ástæðan var ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. „Þegar þeir vanvirða okkur fyrir viku með því að leyfa frábæra varaforseta okkar ekki að hitta þá og við gefum þeim hundruð milljóna dollara í aðstoð og stuðning, svakalegar upphæðir, upphæðir sem enginn skilur, þetta fé er á borðinu og þetta fé fer ekki til þeirra nema þeir setjist niður og semji um frið,“ sagði Trump eftir fund með Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Davos. Bandaríkjamenn eru stærstu einstöku bakhjarlar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar Palestínumenn. Þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að halda eftir um helmingi framlaga sem þeir höfðu heitið stofnuninni.Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, að Bandaríkjastjórn geti ekki átt neinn þátt í friðarumleitunum þar til ákvörðunin um að viðurkenna Jerúsalem verður dregin til baka. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að ganga á eftir forystu Palestínumanna sem skorti það sem til þarf til að ná friði í öryggisráðinu í dag.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira