Ráðist verði í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, afhenti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, skýrsluna í morgun. Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.” Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.”
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55