Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Íslenska ríkið þarf að greiða konu tæpar tuttugu og sjö milljónir vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp í dag. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. Í fréttatímanum fjöllum við líka um andlát konu sem fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri en lögreglan leitar sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi.

Þá fjöllum við mál hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni á þriðjudag en verjandi hans segir kerfið hafa brugðist honum. Þá munum við fjalla um breytingar hjá Coca-Cola en dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum fyrirtækisins á Íslandi um tíu prósent á næstu tveimur árum. Með þessu vill fyrirtækið axla ábyrgð á sínum þætti í þeim lýðheilsuvanda sem fylgir aukinni ofþyngd fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×