Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 12:50 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19