Innlent

Íslenskum hesti misþyrmt á hrottafenginn hátt í Hollandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar og meðal annars stendur til að rannsaka blóðið sem fannst í Ösku og önnur ummerki á svæðinu.
Lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar og meðal annars stendur til að rannsaka blóðið sem fannst í Ösku og önnur ummerki á svæðinu.
Eigendur hestabýlisins Thrastar í bænum Beetsterzwaag í Fríslandi í Norður - Hollandi þurftu að aflífa íslenska hryssu eftir að henni hafði verið misþyrmt á hrottafenginn hátt. Dýralæknir segir að spýtu eða grein hafi verið stungið upp í skeið hryssunnar, en svo eru nefnd leggöng hryssna. Innvortis í hryssunni fannst einnig mannablóð. Aska var svo sködduð að hún var aflífuð.

Mirjam Scholte, eigandi Ösku, segir Sa24.nl að ekkert hafi amað að þegar hún yfirgaf hesthúsið á sunnudagskvöldið. Hins vegar hafi Aska fallið niður þegar komið var að hestunum á mánudagsmorgni.



Lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar og meðal annars stendur til að rannsaka blóðið sem fannst í Ösku og önnur ummerki á svæðinu.

„Ég er enn í áfalli,“ sagði Scholte. „Samkvæmt dýralækninum var Ösku misþyrmt með spýtu eða grein. Hræðilegt. Einnig fannst mannablóð inni í henni. Ég vil ekki ímynda mér hvað gerðist þarna. Hver gerir svona?“

Snara um háls Ösku

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Scholte kemur að Ösku þar sem ekki er allt með feldu. Fyrir um hálfu ári kom Scholte að hryssunni þar sem einhver hafði sett snöru um háls hennar.

Aska var flutt til Hollands frá Íslandi fyrir tveimur árum, en hún var sex vetra gömul. Til stóð að nota hana í keppni og rækta svo undan henni í framtíðinni. Á Thrastar er rekin hestatengd starfsemi þar sem börn og fullorðnir geta riðið út á íslenskum hestum.

Frísland er þekkt hestahérað í Hollandi.

Búið er að efna til fjáröflunar fyrir Scholte vegna fjárhagslegs tjóns hennar, bæði vegna Ösku og vegna þess að hestakerru var stolið af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×