Samkvæmt kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar jókst kaupmáttur launa milli áranna 2016 og 2017 um fimm prósent. Þetta er þó aðeins meðaltal og hafa því ekki allar fjölskyldur fundið fyrir þessum aukna kaupmætti. Með reiknivélinni geta einstaklingar skoðað kaupmáttinn fyrir sitt heimili yfir valið tímabil í samanburði við tölur Hagstofunnar og einnig séð nákvæma útreikninga.
Neyslumynstur fjölskyldna byggir á reiknivél velferðarráðuneytisins fyrir neysluviðmið fjölskyldna. Reiknivél VR sýnir róun kaupmáttar miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp eins og húsnæðiskostnaði, launum fyrir skatt, hjúskaparstöðu, barnafjölda og aldri barna. Reiknað er svo út frá launum eftir skatt.
Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eign húsnæði getur falið í sér, auk húsnæðisláns og að frádregnum vaxtabótum, fasteignagjöld, vatns- og fráveitugjöld, hússjóð, hita og rafmagn. Húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja getur falið í sér, auk leigu, hita, rafmagn og hússjóð. Kaupmáttarreiknivélin tekur tillit til húsnæðisbóta. Reiknivélin tekur einnig mið af barnabótum.
Eftir að notandi fyllir út alla þætti í reiknivélinni sækir hún viðeigandi neyslumynstur. Útgjaldaliðir eru skalaðir ef að launin eru lág, að frátöldum kostnaði fyrir mat, drykkjarvörur og aðrar dagvörur til heimilishalds. Einnig lyf, lækningarvörur, heilsugæsluþjónustu, menntun og dagvistun. Aðrir útgjaldaflokkar eins og raftæki, föt, tómstundir, ferðalög og annað er ekki skalað. Kaupmátturinn er því reiknaður út frá fjölskyldumynstrinu.

Kaupmáttur þessa heimilis rýrnaði því frá 2016 til 2017 um 833 krónur, eða 0,4 prósent samkvæmt kaupmáttarreiknivél VR. Samkvæmt kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar jókst kaupmáttur launa að meðaltali um fimm prósent. Þessi fjölskylda fann því ekki fyrir auknum kaupmætti.
VR sýndi einnig dæmi um fjölskyldu þar sem kaupmátturinn hafi aukist jafnt við kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar og þriðja dæmið þeirra sýndi heimili þar sem kaupmátturinn hafði aukist meira en kaupmáttarvísitalan fyrir það tímabil.
Hér er hægt að skoða reiknivélina nánar en ekki er hægt að bera saman lengra aftur í tíman en til ársins 2014. Tölur fyrir janúar 2018 eru ekki komnar inn svo ekki er hægt að bera saman við þennan mánuð.