Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2018 10:10 Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, afhendir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, skýrsluna. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en þar segir að í skýrslunni sé ítarleg umfjöllun um stöðu fjölmiðla bæði hér á landi og erlendis og útskýrt að rekstrarerfiðleika megi helst rekja til breyttra forsendna til tekjuöflunar. Nefndin gerir tillögur um aðgerðir í sjö liðum sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattalegu umhverfi, textun og talsetningu og endurgreiðslu framleiðslukostnaðar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá er einnig ítarleg samantekt um opinberan stuðning við fjölmiðla í helstu nágrannaríkjum auk sérálits tveggja nefndarmanna. Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:a) Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efnib) Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaðic) Virðisaukaskattur á sölu og áskriftum á rafrænu formi og af hljóð- og myndefni eftir pöntun verði 11%d) Áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðare) Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningarf) Undanþáguheimildir frá textun og talsetningug) Gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum Í tilkynningunni kemur fram að mennta- og menningarmálaráðherra fagni tillögum og greinargerð nefndarinnar og telji þær mjög gagnlegar við frekari undirbúning aðgerða af hálfu stjórnvalda til að styrkja rekstrargrundvöll frjálsra fjölmiðla á Íslandi. Í skýrslunni er dregið skýrt fram að áskoranir í rekstri fjölmiðla eru ekki eingöngu bundnar við Ísland heldur eru einnig viðfangsefni stjórnvalda í nágrannaríkjum okkar. Nefndin lagði ekki sérstakt mat á hvaða áhrif hver tillaga hefði á rekstur ríkissjóðs. Að mati ráðherra er nauðsynlegt að kostnaðarmat liggi fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um til hvaða aðgerða skal grípa og útfærslur á þeim. Ljóst er hins vegar að hægt er að bregðast fljótt við tillögu um lækkun virðisaukaskatts og mun ráðherra óska eftir því að nú þegar verði athugað hvort hægt sé að samræma álagningu virðisaukaskatts á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilvikum í neðra þrepi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að setja strax af stað frekari stefnumótun innan ráðuneytisins um stöðu fjölmiðlunar hér á landi. Þar verða áhrifin metin af fyrirhuguðum aðgerðum. Leitað verður eftir samvinnu og samstarfi við hagsmunaaðila, stjórnmálaflokka og almenning. Markmiðið er að ná breiðri sátt um starfsemi fjölmiðla og hugsanlega aðkomu ríkisins að lýðræðis- og menningarhlutverki þeirra. Fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, skipaði nefndina í árslok 2016. Í erindisbréfi segir m.a. að henni sé ætlað að gera tillögur um breytingar á lögum og aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla, með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en þar segir að í skýrslunni sé ítarleg umfjöllun um stöðu fjölmiðla bæði hér á landi og erlendis og útskýrt að rekstrarerfiðleika megi helst rekja til breyttra forsendna til tekjuöflunar. Nefndin gerir tillögur um aðgerðir í sjö liðum sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattalegu umhverfi, textun og talsetningu og endurgreiðslu framleiðslukostnaðar á fréttum og fréttatengdu efni. Þá er einnig ítarleg samantekt um opinberan stuðning við fjölmiðla í helstu nágrannaríkjum auk sérálits tveggja nefndarmanna. Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:a) Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efnib) Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaðic) Virðisaukaskattur á sölu og áskriftum á rafrænu formi og af hljóð- og myndefni eftir pöntun verði 11%d) Áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðare) Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningarf) Undanþáguheimildir frá textun og talsetningug) Gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum Í tilkynningunni kemur fram að mennta- og menningarmálaráðherra fagni tillögum og greinargerð nefndarinnar og telji þær mjög gagnlegar við frekari undirbúning aðgerða af hálfu stjórnvalda til að styrkja rekstrargrundvöll frjálsra fjölmiðla á Íslandi. Í skýrslunni er dregið skýrt fram að áskoranir í rekstri fjölmiðla eru ekki eingöngu bundnar við Ísland heldur eru einnig viðfangsefni stjórnvalda í nágrannaríkjum okkar. Nefndin lagði ekki sérstakt mat á hvaða áhrif hver tillaga hefði á rekstur ríkissjóðs. Að mati ráðherra er nauðsynlegt að kostnaðarmat liggi fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um til hvaða aðgerða skal grípa og útfærslur á þeim. Ljóst er hins vegar að hægt er að bregðast fljótt við tillögu um lækkun virðisaukaskatts og mun ráðherra óska eftir því að nú þegar verði athugað hvort hægt sé að samræma álagningu virðisaukaskatts á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilvikum í neðra þrepi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að setja strax af stað frekari stefnumótun innan ráðuneytisins um stöðu fjölmiðlunar hér á landi. Þar verða áhrifin metin af fyrirhuguðum aðgerðum. Leitað verður eftir samvinnu og samstarfi við hagsmunaaðila, stjórnmálaflokka og almenning. Markmiðið er að ná breiðri sátt um starfsemi fjölmiðla og hugsanlega aðkomu ríkisins að lýðræðis- og menningarhlutverki þeirra. Fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, skipaði nefndina í árslok 2016. Í erindisbréfi segir m.a. að henni sé ætlað að gera tillögur um breytingar á lögum og aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla, með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira