Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 86-75 | Höttur náði í fyrsta sigurinn í framlengingu Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2018 23:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir/Eyþór Eftir að hafa tapað fyrstu fjórtán leikjum sínum í Domino‘s deild karla í körfuknattleik vann Höttur loks leik þegar liðið vann Þór Akureyri á Egilsstöðum 86-75 eftir framlengdan leik. Höttur spilaði frábæra vörn og tókst gestunum aðeins að skora tvö stig í framlengingunni. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hött og staðan í lok fyrsta leikhluta var óþægilega kunnugleg fyrir heimaliðið, 11-20. Þór byrjaði betur, Höttur reif sig til baka en lenti svo á vegg og skoraði aðeins tvær körfur síðustu fimm mínútur leikhlutans. Liðið lagði mikið upp úr þriggja stiga skotum en hitti aðeins einu sinni úr átta tilraunum í leikhlutanum. Þar með var vondi kaflinn að baki. Brestir voru sjáanlegir í sóknarleik Þórs því liðið hafði bæði látið stela boltanum af sér og kastað honum út af. Þennan veikleika fundu Hattarmenn og sóttu á. Vörn þeirra þéttist og um leið varð sókn Þórs ráðlausari. Þórsarar héldu sér á floti með þriggja stiga körfum en Hattarmenn söxuðu á forskot gestanna sókn eftir sókn og komust loks yfir tveimur mínútum fyrir leikhlé. Í hálfleik voru þeir svo komnir með fjögurra stiga forskot, 35-31. Fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks hélt Höttur áfram að bæta í forskotið. Þórsarar náðu að vinna sig til baka og jafna 44-44 eftir stundarbrjálæði Kelvin Lewis, sem braut fólskulega á Sindra Davíðssyni og færði gestunum fjögurra stiga sókn. Hattarmenn svöruðu hins vegar strax með tveimur sóknum og héldu frumkvæðinu út leikhlutann munurinn væri lítill. Höttur hélt áfram frumkvæðinu í fjórða leikhluta en Þórsarar eltu. Fyrst var það Hilmar Smári Henningsson sem hélt gestunum inni í leiknum, síðar Nino Johnson, einkum eftir að miðherji Hattar, Mirko Virijevic, fór út með fimm villur þegar fjórar mínútur voru eftir. Þór var mest með boltann síðustu mínútuna en Hetti tókst að verja körfuna. Heimamenn fengu svo sókn þegar fimmtán sekúndur voru eftir en arfaslakt skot Kelvin Lewis þýddi að framlenging blasti við. Í henni sigldi sóknarleikur Þórs í algjört þrot, hann var einhæfur og ráðlaus gegn ákafri Hattarvörn og heimamenn kláruðu leikinn.Af hverju vann Höttur? Vörn Hattar vann þennan leik, heimamenn fundu oftast svör við þeim leiðum sem gestirnir reyndu, sérstaklega í framlengingunni. Þegar þangað var komið vildu Hattarmenn sigurinn meira, þeir hentu sér á eftir boltum og rifu þá til sín.Hverjir stóðu upp úr? Nino Johnson hélt leik Þórs gangandi. Oftar en ekki reif hann til sín fráköst og bjargaði sóknum sem verðskulduðu að renna út í sandinn. Mirko Virijevic reif Hött oft áfram, Lewis var stigahæstur en í lok framlengingarinnar komu stórar körfur frá Sigmari Hákonarsyni og Andrée Michelsson.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs. Brestirnir komu berlega í ljós í öðrum leikhluta, þeir köstuðu frá sér boltanum, stigu út af og létu stela honum af sér. Þannig komst Höttur inn í leikinn. Í framlengingunni fór sóknin þrot, skotin voru illa ígrunduð og fóru ekki ofan í.Hvað gerist næst? Höttur er í nær vonlausri stöðu, sigurinn gerir ekki annað en létta lundina. Úrslitin hafa meiri áhrif á stöðu Þórs, með sigri hefði liðið getað komist nær Val og Þór Þorlákshöfn í fallbaráttunni. Liðið verður að spila betur en í kvöld til að halda sér uppi.Höttur-Þór Ak. 86-75 (11-20, 24-11, 22-25, 16-17, 13-2) Höttur: Kelvin Michaud Lewis 28/6 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 16/11 fráköst, Andrée Fares Michelsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 11/10 fráköst, Sigmar Hákonarson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Vidar Orn Hafsteinsson 6, Brynjar Snær Grétarsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Einar Páll Þrastarson 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Gísli Þórarinn Hallsson 0, Atli Geir Sverrisson 0.Þór Ak.: Nino D'Angelo Johnson 24/17 fráköst/3 varin skot, Hilmar Smári Henningsson 15/8 fráköst, Marques Oliver 11/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/7 fráköst, Sindri Davíðsson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2, Kristján Pétur Andrésson 0, Ragnar Ágústsson 0, Júlíus Orri Ágústsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0. Hjalti Þór: Spiluðum ekki sem lið í sókninni Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs Akureyri, benti á að sóknarleikur liðsins hefði farið úrskeiðis þegar það tapaði fyrir botnliði Hattar 86-75 á Egilsstöðum í kvöld eftir framlengdan leik. „Sóknarlega gerðum við alltof mikið sem einstaklingar og af bulli. Það vantaði liðsbrag í sóknina. Hann sást fyrstu 3-4 mínúturnar en svo var hann horfinn. Við fórum að dribbla, hnoðast í gegn og nýta illa breiddina á vellinum. Það gengur ekki spila þannig til að vinna.“ „Varnarleikurinn var flottur á köflum í dag en við verðum að spila betri sókn. Við vitum það sjálfir, strákarnir vita það og ég veit það. Við vorum slakir í dag.“ Þórsarar spiluðu mikið upp á miðherjann Nino Johnson sem var þeirra langbesti leikmaður. Hann virtist fá meira pláss undir lok venjulegs leiktíma þegar Mirko Virijevic, miðherji Hattar, fór út af með fimm villur. Þór tókst engan vegin að nýta fjarveru Mirko í framlengingunni og skoraði aðeins tvö stig. „Við ætluðum að koma boltanum inn á Nino en því við nýttum völlinn illa vorum við að þröngva boltanum inn til hans. Þá gátu Hattarmenn verið á bakvið hann.“ Í liði Þórs í kvöld var Marques Oliver sem hóf tímabilið með liðinu. Hann meiddist illa í byrjun desember en bati hans var skjótari en talið var í fyrstu. „Hann kom mjög sprækur inn í fyrri hálfleikinn. Í kvöld var honum bara ætlað að koma inn á til að hvíla Nino. Hann kom inn í lok leiksins því það gekk ekki að koma boltanum á Nino. Við töpuðum leiknum svo kannski var það ekki rétt ákvörðun.“ Oliver er einn af þremur leikmönnum sem komið hafa til Þórs í janúar. „Það er erfitt að bæta við sig mörgum leikmönnum seinni hluta tímabilsins. Það hefur áhrif á andrúmsloftið og leik liðsins. Það sást í dag að við náðum ekki alveg nógu vel saman.“ Úrslitin þýða að Þór sekkur enn dýpra í fallbaráttunni og er nú fjórum stigum frá næstu liðum. „Það er vika í næsta leik gegn KR á heimavelli. Við tökum á þeim og sjáum hvernig það verður.Andrée: Vann loksins eftir 35 deildarleiki Andrée Michelsson leikmaður Hattar hafði ástæðu til að gleðjast í kvöld eftir að liðið vann Þór Akureyri 86-75 í úrvalsdeild karla. Andrée spilaði 21 leik fyrir Snæfell í deildinni síðasta vetur án þess að vinna og þetta var fjórtándi deildarleikur hans fyrir Hött í vetur. Leikirnir voru því alls orðnir 35. „Þetta er góðtilfinning. Snæfell var í basli í fyrra, við vildum vinna svo það var gaman að landa þessum sigri.“ Hann sagði stemminguna í búningsklefa Hattar eftir leikinn hafa verið góða. „Guð minn góður, hún var yndisleg. Við þurftum líka að vinna með meira en 8 stigum til að koma okkur í betri stöðu í innbyrðisviðureignum og það tókst.“ Það fór aðeins um Hattarmenn þegar miðherjinn Mirko Virijevic fór út af með fimm villur þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum svekktir að missa hann út af en héldum áfram að spila vel, við fórum eftir því sem fyrir okkur var lagt og setum niður stigin.“ Þetta var góður leikur, hann sveiflaðist fram og til baka og varnirnar voru öflugar. Framlengingin var sérstaklega skemmtileg, þar sýndum við hvað við getum.“Viðar Örn: Fannst við berjast meira í dag Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var léttari í bragði en áður í vetur eftir að lið hans vann sinn fyrsta sigur í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið lagði Þór Akureyri 86-75 á Egilsstöðum í kvöld í framlengdum leik. „Tilfinningin eftir leikinn er góð, talsvert öðruvísi og léttari en upp á síðkastið. Þetta var gott hjá okkur í dag. Mér fannst við berjast meira. Við vinnum frákastabaráttuna þótt þeir séu sterkir inn í teig. Við klárum leikinn með Mirko á bekknum út af fimm villum.“ Hann var ánægður með hvernig Hattarmenn leystu leikinn eftir að Mirko fór út af. „Þegar Þórsarar hægðu líka á Kelvin stigu aðrir leikmenn upp, til dæmis André sem skoraði tvær stórar körfur. Hann hefur bætt sinn leik verulega í vetur, ég hef oft verið þokkalega þétt á bakinu á honum en við leituðum til hans í dag.“ Viðar sagði Hött hafa lagt upp með að stoppa skyttur Þórs, Hilmar Smára Henningsson og Ingva Rafn Ingvarsson. „Þeir hittu vel fyrir utan þegar Þór vann Keflavík þannig við vildum ekki gefa þeim skot. Á móti voru þeir erfiðir inni í teignum, okkur gekk illa með Nino. Eftir að hann þreytist gekk okkur betur að tvöfalda á hann. Við spiluðum mjög hreyfanlegan og öflugan varnarleik í dag.“ Þrátt fyrir sigurinn er Höttur í erfiðri stöðu í deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir. Á Viðari er helst að skilja að farið sé að horfa til lengri tíma hjá Hetti en hvort liðið fellur eða heldur sér uppi í úrvalsdeildinni í lok vetrar. „Ég var ekki stressaður þótt við misstum Mirko út af. Frammistaðan var fín og ég horfi í það. Auðvitað viljum við vinna en hugarfar mitt bæði á æfingum og í leikjum hefur breyst og það léttir aðeins á strákunum. Ég er ánægður með að við náðum að sigrast á þessum smá hjalla að klára jafna leiki. Við erum ekki að spila fyrir töfluna. Við reynum bara að kroppa í þá sigra sem við getum og bæta okkar leik. Þetta snýst ekki um hvort allt springi ef við föllum. Við horfum til lengri tíma. Ég skal vera raunsær með að staðan góð, það hefur ekkert lið sloppið úr svona stöðu. Við höfum ekki verið frábærir í vetur en það hafa komið góðir leikir inn á milli. Ef Höttur fellur, menn segja mig kannski bilaðan að nota ef en fallið er ekki staðfest svo ég nota það þangað til, vinnum við í okkar leik og byggjum upp okkar leik. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það en líkurnar eru minni en að vinna í Euro Jackpot. Við erum ungt lið, í úrvalsdeildinni í þriðja sinn og ætlum að byggja upp sterkari körfuboltamenningu hér og sterkara félag.“ Viðar sagði að leikmönnum Hattar væri létt eftir leikinn en léttirinn er víðar. „Kannski var spennufall hjá einhverjum en það er gott að þessi tilfinning að vinna leiki er komin aftur. Vonandi keyrir hún menn áfram í að leggja meira á sig og gera betur. Ég hugsa að konan mín sé einna sáttust því ég kem alltaf geðbilaður heim þegar við töpum. Hún og André eru sennilega ánægðust, hann var búinn að tapa yfir 30 deildarleikjum í röð.“Sigmar: Ógeðslega gaman að vinna Sigmar Hákonarson, leikmaður Hattar, sagði létti hafa ríkt innan liðsins eftir fyrsta sigur þess eftir að hafa tapað fyrstu 14 deildarleikjunum í vetur. „Núna viljum við halda þessum áfram. Það er ógeðslega gaman að vinna.“ „Þetta byrjaði ekki vel en þegar við fórum loks að spila vörn og létum sóknina ganga fundum við það sem við vissum að við værum betri en þeir.“ Mjótt var á munum síðasta kortérið í leiknum. Höttur stakk hins vegar af í framlengingunni og þar skoraði Sigmar mikilvægar körfur. „Það er erfitt að lenda í jafnri stöðu þegar maður hefur tapað svona oft. Maður fer að hugsa um hvort maður tapi aftur. Það er samt verra að vera á bekknum en inn á. Á bekknum er maður stressaður og finnst maður geta hjálpað en á vellinum gerir maður hlutina. Ég hafði ekki hitt vel en sá þarna opnanir og þessi skot fóru ofan í.“ Höttur á næst útleik gegn Grindavík og svo heimaleik móti Haukum. „Þetta eru tvo mjög erfiðir leikir en við komum sterkir inn í þá. Við trúum á sjálfa okkur og ætlum að sækja fleiri sigra.“ Dominos-deild karla
Eftir að hafa tapað fyrstu fjórtán leikjum sínum í Domino‘s deild karla í körfuknattleik vann Höttur loks leik þegar liðið vann Þór Akureyri á Egilsstöðum 86-75 eftir framlengdan leik. Höttur spilaði frábæra vörn og tókst gestunum aðeins að skora tvö stig í framlengingunni. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hött og staðan í lok fyrsta leikhluta var óþægilega kunnugleg fyrir heimaliðið, 11-20. Þór byrjaði betur, Höttur reif sig til baka en lenti svo á vegg og skoraði aðeins tvær körfur síðustu fimm mínútur leikhlutans. Liðið lagði mikið upp úr þriggja stiga skotum en hitti aðeins einu sinni úr átta tilraunum í leikhlutanum. Þar með var vondi kaflinn að baki. Brestir voru sjáanlegir í sóknarleik Þórs því liðið hafði bæði látið stela boltanum af sér og kastað honum út af. Þennan veikleika fundu Hattarmenn og sóttu á. Vörn þeirra þéttist og um leið varð sókn Þórs ráðlausari. Þórsarar héldu sér á floti með þriggja stiga körfum en Hattarmenn söxuðu á forskot gestanna sókn eftir sókn og komust loks yfir tveimur mínútum fyrir leikhlé. Í hálfleik voru þeir svo komnir með fjögurra stiga forskot, 35-31. Fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks hélt Höttur áfram að bæta í forskotið. Þórsarar náðu að vinna sig til baka og jafna 44-44 eftir stundarbrjálæði Kelvin Lewis, sem braut fólskulega á Sindra Davíðssyni og færði gestunum fjögurra stiga sókn. Hattarmenn svöruðu hins vegar strax með tveimur sóknum og héldu frumkvæðinu út leikhlutann munurinn væri lítill. Höttur hélt áfram frumkvæðinu í fjórða leikhluta en Þórsarar eltu. Fyrst var það Hilmar Smári Henningsson sem hélt gestunum inni í leiknum, síðar Nino Johnson, einkum eftir að miðherji Hattar, Mirko Virijevic, fór út með fimm villur þegar fjórar mínútur voru eftir. Þór var mest með boltann síðustu mínútuna en Hetti tókst að verja körfuna. Heimamenn fengu svo sókn þegar fimmtán sekúndur voru eftir en arfaslakt skot Kelvin Lewis þýddi að framlenging blasti við. Í henni sigldi sóknarleikur Þórs í algjört þrot, hann var einhæfur og ráðlaus gegn ákafri Hattarvörn og heimamenn kláruðu leikinn.Af hverju vann Höttur? Vörn Hattar vann þennan leik, heimamenn fundu oftast svör við þeim leiðum sem gestirnir reyndu, sérstaklega í framlengingunni. Þegar þangað var komið vildu Hattarmenn sigurinn meira, þeir hentu sér á eftir boltum og rifu þá til sín.Hverjir stóðu upp úr? Nino Johnson hélt leik Þórs gangandi. Oftar en ekki reif hann til sín fráköst og bjargaði sóknum sem verðskulduðu að renna út í sandinn. Mirko Virijevic reif Hött oft áfram, Lewis var stigahæstur en í lok framlengingarinnar komu stórar körfur frá Sigmari Hákonarsyni og Andrée Michelsson.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs. Brestirnir komu berlega í ljós í öðrum leikhluta, þeir köstuðu frá sér boltanum, stigu út af og létu stela honum af sér. Þannig komst Höttur inn í leikinn. Í framlengingunni fór sóknin þrot, skotin voru illa ígrunduð og fóru ekki ofan í.Hvað gerist næst? Höttur er í nær vonlausri stöðu, sigurinn gerir ekki annað en létta lundina. Úrslitin hafa meiri áhrif á stöðu Þórs, með sigri hefði liðið getað komist nær Val og Þór Þorlákshöfn í fallbaráttunni. Liðið verður að spila betur en í kvöld til að halda sér uppi.Höttur-Þór Ak. 86-75 (11-20, 24-11, 22-25, 16-17, 13-2) Höttur: Kelvin Michaud Lewis 28/6 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 16/11 fráköst, Andrée Fares Michelsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 11/10 fráköst, Sigmar Hákonarson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Vidar Orn Hafsteinsson 6, Brynjar Snær Grétarsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Einar Páll Þrastarson 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Gísli Þórarinn Hallsson 0, Atli Geir Sverrisson 0.Þór Ak.: Nino D'Angelo Johnson 24/17 fráköst/3 varin skot, Hilmar Smári Henningsson 15/8 fráköst, Marques Oliver 11/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/7 fráköst, Sindri Davíðsson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2, Kristján Pétur Andrésson 0, Ragnar Ágústsson 0, Júlíus Orri Ágústsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0. Hjalti Þór: Spiluðum ekki sem lið í sókninni Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs Akureyri, benti á að sóknarleikur liðsins hefði farið úrskeiðis þegar það tapaði fyrir botnliði Hattar 86-75 á Egilsstöðum í kvöld eftir framlengdan leik. „Sóknarlega gerðum við alltof mikið sem einstaklingar og af bulli. Það vantaði liðsbrag í sóknina. Hann sást fyrstu 3-4 mínúturnar en svo var hann horfinn. Við fórum að dribbla, hnoðast í gegn og nýta illa breiddina á vellinum. Það gengur ekki spila þannig til að vinna.“ „Varnarleikurinn var flottur á köflum í dag en við verðum að spila betri sókn. Við vitum það sjálfir, strákarnir vita það og ég veit það. Við vorum slakir í dag.“ Þórsarar spiluðu mikið upp á miðherjann Nino Johnson sem var þeirra langbesti leikmaður. Hann virtist fá meira pláss undir lok venjulegs leiktíma þegar Mirko Virijevic, miðherji Hattar, fór út af með fimm villur. Þór tókst engan vegin að nýta fjarveru Mirko í framlengingunni og skoraði aðeins tvö stig. „Við ætluðum að koma boltanum inn á Nino en því við nýttum völlinn illa vorum við að þröngva boltanum inn til hans. Þá gátu Hattarmenn verið á bakvið hann.“ Í liði Þórs í kvöld var Marques Oliver sem hóf tímabilið með liðinu. Hann meiddist illa í byrjun desember en bati hans var skjótari en talið var í fyrstu. „Hann kom mjög sprækur inn í fyrri hálfleikinn. Í kvöld var honum bara ætlað að koma inn á til að hvíla Nino. Hann kom inn í lok leiksins því það gekk ekki að koma boltanum á Nino. Við töpuðum leiknum svo kannski var það ekki rétt ákvörðun.“ Oliver er einn af þremur leikmönnum sem komið hafa til Þórs í janúar. „Það er erfitt að bæta við sig mörgum leikmönnum seinni hluta tímabilsins. Það hefur áhrif á andrúmsloftið og leik liðsins. Það sást í dag að við náðum ekki alveg nógu vel saman.“ Úrslitin þýða að Þór sekkur enn dýpra í fallbaráttunni og er nú fjórum stigum frá næstu liðum. „Það er vika í næsta leik gegn KR á heimavelli. Við tökum á þeim og sjáum hvernig það verður.Andrée: Vann loksins eftir 35 deildarleiki Andrée Michelsson leikmaður Hattar hafði ástæðu til að gleðjast í kvöld eftir að liðið vann Þór Akureyri 86-75 í úrvalsdeild karla. Andrée spilaði 21 leik fyrir Snæfell í deildinni síðasta vetur án þess að vinna og þetta var fjórtándi deildarleikur hans fyrir Hött í vetur. Leikirnir voru því alls orðnir 35. „Þetta er góðtilfinning. Snæfell var í basli í fyrra, við vildum vinna svo það var gaman að landa þessum sigri.“ Hann sagði stemminguna í búningsklefa Hattar eftir leikinn hafa verið góða. „Guð minn góður, hún var yndisleg. Við þurftum líka að vinna með meira en 8 stigum til að koma okkur í betri stöðu í innbyrðisviðureignum og það tókst.“ Það fór aðeins um Hattarmenn þegar miðherjinn Mirko Virijevic fór út af með fimm villur þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum svekktir að missa hann út af en héldum áfram að spila vel, við fórum eftir því sem fyrir okkur var lagt og setum niður stigin.“ Þetta var góður leikur, hann sveiflaðist fram og til baka og varnirnar voru öflugar. Framlengingin var sérstaklega skemmtileg, þar sýndum við hvað við getum.“Viðar Örn: Fannst við berjast meira í dag Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var léttari í bragði en áður í vetur eftir að lið hans vann sinn fyrsta sigur í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið lagði Þór Akureyri 86-75 á Egilsstöðum í kvöld í framlengdum leik. „Tilfinningin eftir leikinn er góð, talsvert öðruvísi og léttari en upp á síðkastið. Þetta var gott hjá okkur í dag. Mér fannst við berjast meira. Við vinnum frákastabaráttuna þótt þeir séu sterkir inn í teig. Við klárum leikinn með Mirko á bekknum út af fimm villum.“ Hann var ánægður með hvernig Hattarmenn leystu leikinn eftir að Mirko fór út af. „Þegar Þórsarar hægðu líka á Kelvin stigu aðrir leikmenn upp, til dæmis André sem skoraði tvær stórar körfur. Hann hefur bætt sinn leik verulega í vetur, ég hef oft verið þokkalega þétt á bakinu á honum en við leituðum til hans í dag.“ Viðar sagði Hött hafa lagt upp með að stoppa skyttur Þórs, Hilmar Smára Henningsson og Ingva Rafn Ingvarsson. „Þeir hittu vel fyrir utan þegar Þór vann Keflavík þannig við vildum ekki gefa þeim skot. Á móti voru þeir erfiðir inni í teignum, okkur gekk illa með Nino. Eftir að hann þreytist gekk okkur betur að tvöfalda á hann. Við spiluðum mjög hreyfanlegan og öflugan varnarleik í dag.“ Þrátt fyrir sigurinn er Höttur í erfiðri stöðu í deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir. Á Viðari er helst að skilja að farið sé að horfa til lengri tíma hjá Hetti en hvort liðið fellur eða heldur sér uppi í úrvalsdeildinni í lok vetrar. „Ég var ekki stressaður þótt við misstum Mirko út af. Frammistaðan var fín og ég horfi í það. Auðvitað viljum við vinna en hugarfar mitt bæði á æfingum og í leikjum hefur breyst og það léttir aðeins á strákunum. Ég er ánægður með að við náðum að sigrast á þessum smá hjalla að klára jafna leiki. Við erum ekki að spila fyrir töfluna. Við reynum bara að kroppa í þá sigra sem við getum og bæta okkar leik. Þetta snýst ekki um hvort allt springi ef við föllum. Við horfum til lengri tíma. Ég skal vera raunsær með að staðan góð, það hefur ekkert lið sloppið úr svona stöðu. Við höfum ekki verið frábærir í vetur en það hafa komið góðir leikir inn á milli. Ef Höttur fellur, menn segja mig kannski bilaðan að nota ef en fallið er ekki staðfest svo ég nota það þangað til, vinnum við í okkar leik og byggjum upp okkar leik. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það en líkurnar eru minni en að vinna í Euro Jackpot. Við erum ungt lið, í úrvalsdeildinni í þriðja sinn og ætlum að byggja upp sterkari körfuboltamenningu hér og sterkara félag.“ Viðar sagði að leikmönnum Hattar væri létt eftir leikinn en léttirinn er víðar. „Kannski var spennufall hjá einhverjum en það er gott að þessi tilfinning að vinna leiki er komin aftur. Vonandi keyrir hún menn áfram í að leggja meira á sig og gera betur. Ég hugsa að konan mín sé einna sáttust því ég kem alltaf geðbilaður heim þegar við töpum. Hún og André eru sennilega ánægðust, hann var búinn að tapa yfir 30 deildarleikjum í röð.“Sigmar: Ógeðslega gaman að vinna Sigmar Hákonarson, leikmaður Hattar, sagði létti hafa ríkt innan liðsins eftir fyrsta sigur þess eftir að hafa tapað fyrstu 14 deildarleikjunum í vetur. „Núna viljum við halda þessum áfram. Það er ógeðslega gaman að vinna.“ „Þetta byrjaði ekki vel en þegar við fórum loks að spila vörn og létum sóknina ganga fundum við það sem við vissum að við værum betri en þeir.“ Mjótt var á munum síðasta kortérið í leiknum. Höttur stakk hins vegar af í framlengingunni og þar skoraði Sigmar mikilvægar körfur. „Það er erfitt að lenda í jafnri stöðu þegar maður hefur tapað svona oft. Maður fer að hugsa um hvort maður tapi aftur. Það er samt verra að vera á bekknum en inn á. Á bekknum er maður stressaður og finnst maður geta hjálpað en á vellinum gerir maður hlutina. Ég hafði ekki hitt vel en sá þarna opnanir og þessi skot fóru ofan í.“ Höttur á næst útleik gegn Grindavík og svo heimaleik móti Haukum. „Þetta eru tvo mjög erfiðir leikir en við komum sterkir inn í þá. Við trúum á sjálfa okkur og ætlum að sækja fleiri sigra.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum