„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:50 Hjónin Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson sjást hér á frumsýningu Reyni sterka. Vísir/Anton Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00