Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna. Hugsanlega verður farið í ný útboð vegna olíuleitar. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

 

Í fréttatímanum verður líka umfjöllun um grófa líkamsárás sem ungur hælisleitandi varð fyrir á Litla Hrauni í gær. Þá förum við á efnahagsráðstefnuna í Davos en Angela Merkel kanslari Þýskalands kallaði í dag eftir alvöru sameiginlegri utanríkisstefnu fyrir Evrópusambandið í ávarpi sínu á ráðstefnunni.

Þá fjöllum við um ranghugmyndir íslenskra framhaldsskólanema um kynlíf og verðum í beinni frá fundi á Akranesi um bættar samgöngur á Vesturlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×