Árni hættir eftir kosningar Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2018 15:23 Árni Sigfússon Vísir/GVA „Nú er annarra að taka keflið og þar eru margir hæfir,“ segir Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í aðsendri grein í Víkurfréttum þar sem hann segist ætla að stíga af hinum pólitíska vettvangi sveitarstjórnarmála við næstu sveitarstjórnarkosningar. Árni var áður bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002 til 2014 en hann hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn frá árinu 2002. Þar áður var hann borgarfulltrúi í Reykjavík í þrettán ár, frá árinu 1986 til 1999. Hann gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík í nokkra mánuði árið 1994. Í grein sinni fer Árni yfir pólitískan feril sinn í Reykjanesbæ og segir frá mikilli uppbyggingu sem kostaði sitt og talar einnig hvernig mæta þurfti þeirri erfiðu stöðu þegar ellefuhundruð störf hurfu við brotthvarf varnarliðsins og þær þrengingar sem urðu í efnahagshruninu. Vill Árni meina að íbúar Reykjanesbæjar hafi menntað sig út úr hruninu og séu nú átján þúsund talsins en voru ellefu þúsund þegar hann fór í bæjarstjórn árið 2002. „Ég á þá ósk heitasta að í samfélagi okkar byggjum við áfram sterka framtíðarsýn og fylgjum eftir með skýrum verkefnum, mælum árangurinn og endurskoðum eftir þörfum. Ég ítreka þakkir til ykkar fyrir samstarfið á þessum ánægjulega vettvangi,“ segir Árni. Hann lýkur greininni á að segja að hann sé ekki farinn að huga að því hvað taki við næst hjá honum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Nú er annarra að taka keflið og þar eru margir hæfir,“ segir Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í aðsendri grein í Víkurfréttum þar sem hann segist ætla að stíga af hinum pólitíska vettvangi sveitarstjórnarmála við næstu sveitarstjórnarkosningar. Árni var áður bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002 til 2014 en hann hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn frá árinu 2002. Þar áður var hann borgarfulltrúi í Reykjavík í þrettán ár, frá árinu 1986 til 1999. Hann gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík í nokkra mánuði árið 1994. Í grein sinni fer Árni yfir pólitískan feril sinn í Reykjanesbæ og segir frá mikilli uppbyggingu sem kostaði sitt og talar einnig hvernig mæta þurfti þeirri erfiðu stöðu þegar ellefuhundruð störf hurfu við brotthvarf varnarliðsins og þær þrengingar sem urðu í efnahagshruninu. Vill Árni meina að íbúar Reykjanesbæjar hafi menntað sig út úr hruninu og séu nú átján þúsund talsins en voru ellefu þúsund þegar hann fór í bæjarstjórn árið 2002. „Ég á þá ósk heitasta að í samfélagi okkar byggjum við áfram sterka framtíðarsýn og fylgjum eftir með skýrum verkefnum, mælum árangurinn og endurskoðum eftir þörfum. Ég ítreka þakkir til ykkar fyrir samstarfið á þessum ánægjulega vettvangi,“ segir Árni. Hann lýkur greininni á að segja að hann sé ekki farinn að huga að því hvað taki við næst hjá honum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira