Erlent

Tugir fórust í sprengjuárás í Benghazi

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hver stóð að árásinni en sprengingar af þessu tagi eru fremur óalgengar í landinu.Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki er ljóst hver stóð að árásinni en sprengingar af þessu tagi eru fremur óalgengar í landinu.Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 27 létu lífið í öflugum sprengingum sem urðu í líbísku borginni Benghazi í nótt.

Þrjátíu særðust hið minnsta en fyrri sprengjan sprakk fyrir utan mosku í borginni sem fólk var að yfirgefa eftir kvöldbænir.

Síðari sprengingin varð skömmu síðar hinu megin við götuna en um bílsprengjur var að ræða í báðum tilfellum.

Ekki er ljóst hver stóð að árásinni en sprengingar af þessu tagi eru fremur óalgengar í landinu.

Í frétt BBC kemur fram að þegar slíkt gerist sé ekki óalgengt að enginn lýsi ábyrgðinni á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×