Ísland á einn og hálfan milljarð Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2018 07:00 Við sjálfstæði Bandaríkjanna 1776 var landið einungis lítil ræma við austurströnd Norður-Ameríku. Markmiðið var þó að ryðjast vestur með hraði og í forsetatíð Thomas Jefferson var handsalaður samningur sem varð grunnurinn að yfirburðum ríkisins í álfunni og fer í sögubækurnar sem ein bestu kaup sem gerð hafa verið. Frakkar höfðu nýlega tekið við Louisiana að nýju frá Spánverjum, landsvæði sem náði yfir rúmar 2 milljónir ferkílómetra lands, allt frá New Orleans í suðri norður til Kanada. Jefferson vildi New Orleans og þar með lykilstöðu á Mississippi-ánni og grunaði að Napóleon skorti aura til að fjármagna stríðsrekstur sinn. Þegar samskipti hófust um málið milli þjóðanna árið 1803 var ljóst að Frakkar höfðu gefist upp á stöðu sinni í álfunni. Þeir voru ekki einungis tilbúnir að selja New Orleans heldur mátti Jefferson hirða allt heila klabbið, fyrir rétt verð. Rétt verð reyndist vera ótrúlega lágt, 15 milljónir dollara. Á verðlagi dagsins í dag eru það 33 milljarðar króna, rétt rúmlega einn Neymar. Og þannig var þetta handsalað. Fermetraverðið var á pari við að heilt Ísland kostaði einungis 1,6 milljarða króna. Þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1803 lásu íbúar Bandaríkjanna í blöðunum að landið væri tvöfalt stærra. Degi síðar fengu Meriwether Lewis og William Clark fyrirmæli um að kortleggja þessa nýfengnu viðbót og rúmlega það, allt vestur að Kyrrahafi. Það er erfitt að ímynda sér sögu Bandaríkjanna án kaupanna á Louisiana. Útþenslustefnan hélt áfram í kjölfarið en án þessara mögnuðu kaupa árið 1803 væri saga heimsmála mögulega allt önnur í dag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjálfstæði Bandaríkjanna 1776 var landið einungis lítil ræma við austurströnd Norður-Ameríku. Markmiðið var þó að ryðjast vestur með hraði og í forsetatíð Thomas Jefferson var handsalaður samningur sem varð grunnurinn að yfirburðum ríkisins í álfunni og fer í sögubækurnar sem ein bestu kaup sem gerð hafa verið. Frakkar höfðu nýlega tekið við Louisiana að nýju frá Spánverjum, landsvæði sem náði yfir rúmar 2 milljónir ferkílómetra lands, allt frá New Orleans í suðri norður til Kanada. Jefferson vildi New Orleans og þar með lykilstöðu á Mississippi-ánni og grunaði að Napóleon skorti aura til að fjármagna stríðsrekstur sinn. Þegar samskipti hófust um málið milli þjóðanna árið 1803 var ljóst að Frakkar höfðu gefist upp á stöðu sinni í álfunni. Þeir voru ekki einungis tilbúnir að selja New Orleans heldur mátti Jefferson hirða allt heila klabbið, fyrir rétt verð. Rétt verð reyndist vera ótrúlega lágt, 15 milljónir dollara. Á verðlagi dagsins í dag eru það 33 milljarðar króna, rétt rúmlega einn Neymar. Og þannig var þetta handsalað. Fermetraverðið var á pari við að heilt Ísland kostaði einungis 1,6 milljarða króna. Þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1803 lásu íbúar Bandaríkjanna í blöðunum að landið væri tvöfalt stærra. Degi síðar fengu Meriwether Lewis og William Clark fyrirmæli um að kortleggja þessa nýfengnu viðbót og rúmlega það, allt vestur að Kyrrahafi. Það er erfitt að ímynda sér sögu Bandaríkjanna án kaupanna á Louisiana. Útþenslustefnan hélt áfram í kjölfarið en án þessara mögnuðu kaupa árið 1803 væri saga heimsmála mögulega allt önnur í dag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar