Leita uppi ætan mat í ruslagámum Guðný Hrönn skrifar 24. janúar 2018 08:00 Dumpster diving, hefur stundum verið kallað ruslarót og gámagrams á íslensku. mynd/ernir/viktoría „Dumpster diving“, eða „ruslarót“ og „gámagrams“ eins og það hefur stundum verið kallað á íslensku, er forvitnilegt fyrirbæri sem snýst um að leita að ætum mat og öðrum verðmætum í ruslagámum á bak við verslanir. Verslunareigendur henda nefnilega kynstrum af ætilegum mat á hverjum degi en ástæðurnar eru oft þær að maturinn er útlitsgallaður eða að nálgast síðasta söludag. Ýmist til að sporna gegn óþarfa sóun, spara pening eða einfaldlega til að skemmta sér fer sumt fólk í skjóli nætur og tekur upp úr ruslinu þann mat og hluti sem eru í góðu lagi. Þetta er fólk sem hefur verið kallað „dumpster divers“, gámagramsarar eða ruslarótarar. Viktoría Viktorsdóttir er ein þeirra sem hafa stundað gámagrams hér á Íslandi en hún prófaði það fyrst fyrir um ári. „Persónulega held ég að þetta sé tískubylgja,“ segir Viktoría glöð í bragði. Spurð út í hvernig það kom til að hún prófaði fyrst að gramsa í gámum segir hún: „Ég var að vinna með manni sem stundaði þetta mikið. Hann sýndi mér dótið sem hann fann og kom oft með mat í vinnuna. Ég spurði hvort ég mætti ekki koma með honum næst,“ útskýrir Viktoría sem fann mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti í fyrstu ferðinni sinni. Sömuleiðis fann hún mat sem var í beygluðum umbúðum og hafði þess vegna verið hent.Viktoría segir ruslarótara ekki valda neinum skaða.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRHún viðurkennir að henni hafi liðið skringilega í fyrstu, eins og hún væri að gera eitthvað ólöglegt.„Það er líka mjög skrýtið að sjá fullkomlega fína vöru liggja í ruslinu, sömu vöru og þú ert vön að borga fyrir. Og maður skammast sín líka smá vegna þessara samfélagslegu viðmiða sem maður er búinn að læra.“ Viktoría segir næstum alla vini sína stunda gámagrams og hún verður vör við að margt fólk hafi áhuga á að prófa. „Við förum oft saman í hóp og þannig getum við bjargað meira magni af mat sem hefur verið hent. Annars veit ég um fólk sem myndi gera þetta ef það væri ekki með svona miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst.“ Hugsa um náttúrunaEins og áður sagði eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk stundar gámagrams en Viktoría segir margt fólk á Íslandi gera þetta með umhverfisvernd að leiðarljósi. Spurð af hverju hún geri þetta segir Viktoría: „Fyrir mér er þetta borðleggjandi. Hérna er matur, góður matur og hann er ókeypis. Og á meðan hnattræn vandamál á borð við hungur, offramleiðslu, mengun, matarsóun og fleira aukast, þá fer maður að hugsa hvernig sé hægt að leggja sitt af mörkum.“ Valda engu tjóniViktoría veit til þess að margir verslunareigendur vilja ekki að ruslarótarar taki úr ruslagámunum þeirra. „Það er vegna þess að þeir vilja að við verslum við þá, kaupum sömu vöru og þeir hafa hent. Undanfarið hafa sumir eigendur stórverslana tekið upp á að láta skera í hvern einn og einasta ávöxt og grænmeti áður en matnum er hent, bara til að koma í veg fyrir að einhver geti borðað hann. Þetta snýst allt um viðskipti nú til dags, það er sorglegur veruleiki,“ segir Viktoría. Þess má geta að í Bandaríkjunum og Bretlandi þekkist það að starfsfólk stórverslana helli sápu, mýkingarefni eða öðrum efnum yfir matinn í ruslagámunum til þess eins að skemma matinn fyrir þeim sem stunda gámagrams. „Við völdum engu tjóni, við erum bara að reyna að hafa góð áhrif á plánetuna. Við skiljum engan sóðaskap eftir okkur, við hirðum bara þann mat sem er í góðu lagi. Og við förum ekki í gegnum heimilissorp, einungis í gegnum ruslagáma við stórverslanir, bakarí og álíka.“ Keypti engan mat í októberMynd sem Viktoría tók af mat sem hún fann í ruslinu í október.Viktoría setti sér markmið í október. Það snerist um að kaupa engan mat í heilan mánuð og borða bara það sem hún fann gámum. „Ég fór í gáma nokkrum sinnum í viku, og ég fann alltaf eitthvað. Ávexti og grænmeti, alltaf! Fyrst var þetta svolítið skrýtið, að þurfa að elda það sem þú fannst en ekki það sem þú valdir og keyptir,“ segir Viktoría sem stóðst þessa áskorun. „Eins ótrúlega og það hljómar þá var mögulegt að láta þetta ganga upp. Ég náði að fara í gegnum heilan mánuð án þess að eyða peningum í mat. Þetta sparaði mér mikið. Ég keypti mér reyndar pitsu einu sinni í þessum mánuði, mér þykir hún svo góð,“ segir Viktoría sem hefur ein skilaboð að lokum til þeirra sem þykir gámagrams rangt og eitthvað til að skammast sín fyrir: „Slakaðu bara á og hugsaðu bara um sjálfan þig.“ Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Dumpster diving“, eða „ruslarót“ og „gámagrams“ eins og það hefur stundum verið kallað á íslensku, er forvitnilegt fyrirbæri sem snýst um að leita að ætum mat og öðrum verðmætum í ruslagámum á bak við verslanir. Verslunareigendur henda nefnilega kynstrum af ætilegum mat á hverjum degi en ástæðurnar eru oft þær að maturinn er útlitsgallaður eða að nálgast síðasta söludag. Ýmist til að sporna gegn óþarfa sóun, spara pening eða einfaldlega til að skemmta sér fer sumt fólk í skjóli nætur og tekur upp úr ruslinu þann mat og hluti sem eru í góðu lagi. Þetta er fólk sem hefur verið kallað „dumpster divers“, gámagramsarar eða ruslarótarar. Viktoría Viktorsdóttir er ein þeirra sem hafa stundað gámagrams hér á Íslandi en hún prófaði það fyrst fyrir um ári. „Persónulega held ég að þetta sé tískubylgja,“ segir Viktoría glöð í bragði. Spurð út í hvernig það kom til að hún prófaði fyrst að gramsa í gámum segir hún: „Ég var að vinna með manni sem stundaði þetta mikið. Hann sýndi mér dótið sem hann fann og kom oft með mat í vinnuna. Ég spurði hvort ég mætti ekki koma með honum næst,“ útskýrir Viktoría sem fann mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti í fyrstu ferðinni sinni. Sömuleiðis fann hún mat sem var í beygluðum umbúðum og hafði þess vegna verið hent.Viktoría segir ruslarótara ekki valda neinum skaða.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRHún viðurkennir að henni hafi liðið skringilega í fyrstu, eins og hún væri að gera eitthvað ólöglegt.„Það er líka mjög skrýtið að sjá fullkomlega fína vöru liggja í ruslinu, sömu vöru og þú ert vön að borga fyrir. Og maður skammast sín líka smá vegna þessara samfélagslegu viðmiða sem maður er búinn að læra.“ Viktoría segir næstum alla vini sína stunda gámagrams og hún verður vör við að margt fólk hafi áhuga á að prófa. „Við förum oft saman í hóp og þannig getum við bjargað meira magni af mat sem hefur verið hent. Annars veit ég um fólk sem myndi gera þetta ef það væri ekki með svona miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst.“ Hugsa um náttúrunaEins og áður sagði eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk stundar gámagrams en Viktoría segir margt fólk á Íslandi gera þetta með umhverfisvernd að leiðarljósi. Spurð af hverju hún geri þetta segir Viktoría: „Fyrir mér er þetta borðleggjandi. Hérna er matur, góður matur og hann er ókeypis. Og á meðan hnattræn vandamál á borð við hungur, offramleiðslu, mengun, matarsóun og fleira aukast, þá fer maður að hugsa hvernig sé hægt að leggja sitt af mörkum.“ Valda engu tjóniViktoría veit til þess að margir verslunareigendur vilja ekki að ruslarótarar taki úr ruslagámunum þeirra. „Það er vegna þess að þeir vilja að við verslum við þá, kaupum sömu vöru og þeir hafa hent. Undanfarið hafa sumir eigendur stórverslana tekið upp á að láta skera í hvern einn og einasta ávöxt og grænmeti áður en matnum er hent, bara til að koma í veg fyrir að einhver geti borðað hann. Þetta snýst allt um viðskipti nú til dags, það er sorglegur veruleiki,“ segir Viktoría. Þess má geta að í Bandaríkjunum og Bretlandi þekkist það að starfsfólk stórverslana helli sápu, mýkingarefni eða öðrum efnum yfir matinn í ruslagámunum til þess eins að skemma matinn fyrir þeim sem stunda gámagrams. „Við völdum engu tjóni, við erum bara að reyna að hafa góð áhrif á plánetuna. Við skiljum engan sóðaskap eftir okkur, við hirðum bara þann mat sem er í góðu lagi. Og við förum ekki í gegnum heimilissorp, einungis í gegnum ruslagáma við stórverslanir, bakarí og álíka.“ Keypti engan mat í októberMynd sem Viktoría tók af mat sem hún fann í ruslinu í október.Viktoría setti sér markmið í október. Það snerist um að kaupa engan mat í heilan mánuð og borða bara það sem hún fann gámum. „Ég fór í gáma nokkrum sinnum í viku, og ég fann alltaf eitthvað. Ávexti og grænmeti, alltaf! Fyrst var þetta svolítið skrýtið, að þurfa að elda það sem þú fannst en ekki það sem þú valdir og keyptir,“ segir Viktoría sem stóðst þessa áskorun. „Eins ótrúlega og það hljómar þá var mögulegt að láta þetta ganga upp. Ég náði að fara í gegnum heilan mánuð án þess að eyða peningum í mat. Þetta sparaði mér mikið. Ég keypti mér reyndar pitsu einu sinni í þessum mánuði, mér þykir hún svo góð,“ segir Viktoría sem hefur ein skilaboð að lokum til þeirra sem þykir gámagrams rangt og eitthvað til að skammast sín fyrir: „Slakaðu bara á og hugsaðu bara um sjálfan þig.“
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira