Boogie hlóð í svo svakalega og sögulega þrennu að LeBron fór á Twitter | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Anthony Davis stekkur í fangið á Cousins eftir leikinn í nótt. vísir/getty New Orleans Pelicans vann endurkomusigur á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Chicago Bulls, 132-128, í tvíframlengdum leik. Pelicans var mest 17 stigum undir en stjörnutvíeykið í teignum hjá heimamönnum, DeMarcus „Boogie“ Cousins og Anthony Davis, settu liðið á bakið og báru það í átt að öðrum sigri New Orleans í röð. Það er nú komið upp í sjötta sætu vesturdeildarinnar. Davis hefur verið á miklum skriði að undanförnu og skoraði 34 stig í nótt en það var Boogie sem fór gjörsamlega hamförum. Hann hlóð í rosalega þrennu með 44 stigum, 24 fráköstum og tíu stoðsendingum. Frammistaðan var svo mögnuð að besti körfuboltamaður heims, LeBron James, sá ekkert annað í stöðunni en að hrósa miðherjanum á Twitter fyrir þessa „sjúku tölfræðilínu“ eins og LeBron orðaði það.Yo @boogiecousins chill out man!! Sheesh!!! Super sick stat line — LeBron James (@KingJames) January 23, 2018 Cousins skoraði sjö stig í seinni framlengingunni þar sem hann setti niður þrist, snúningstvist í teignum og tvö vítaskot þegar að átta sekúndur voru eftir. Frammistaðan var söguleg því Cousins varð sá fyrsti sem skorar yfir 40 stig, tekur 20 fráköst eða fleiri og gefur tíu stoðsendingar eða fleiri síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar gerði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Finninn Lauri Markkanen átti góðan leik fyrir Bulls en hann skoraði fjórtán stig og tók 17 fráköst en það dugði ekki fyrir Chicago sem er í basli í austurdeildinni. Bulls er í tólfta sæti með 18 sigra og 29 töp en það er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Frammistöðu Boogie Cousins frá því í nótt má sjá í myndbandinu hér að neðan.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 112-107 Atlanta Hawks - Utah Jazz 104-90 Houston Rockets - Miami Heat 99-90 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76errs 105-101 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 109-105 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 132-128 Dallas Mavericks - Washington Wizards 98-75 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 104-101 NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
New Orleans Pelicans vann endurkomusigur á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Chicago Bulls, 132-128, í tvíframlengdum leik. Pelicans var mest 17 stigum undir en stjörnutvíeykið í teignum hjá heimamönnum, DeMarcus „Boogie“ Cousins og Anthony Davis, settu liðið á bakið og báru það í átt að öðrum sigri New Orleans í röð. Það er nú komið upp í sjötta sætu vesturdeildarinnar. Davis hefur verið á miklum skriði að undanförnu og skoraði 34 stig í nótt en það var Boogie sem fór gjörsamlega hamförum. Hann hlóð í rosalega þrennu með 44 stigum, 24 fráköstum og tíu stoðsendingum. Frammistaðan var svo mögnuð að besti körfuboltamaður heims, LeBron James, sá ekkert annað í stöðunni en að hrósa miðherjanum á Twitter fyrir þessa „sjúku tölfræðilínu“ eins og LeBron orðaði það.Yo @boogiecousins chill out man!! Sheesh!!! Super sick stat line — LeBron James (@KingJames) January 23, 2018 Cousins skoraði sjö stig í seinni framlengingunni þar sem hann setti niður þrist, snúningstvist í teignum og tvö vítaskot þegar að átta sekúndur voru eftir. Frammistaðan var söguleg því Cousins varð sá fyrsti sem skorar yfir 40 stig, tekur 20 fráköst eða fleiri og gefur tíu stoðsendingar eða fleiri síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar gerði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Finninn Lauri Markkanen átti góðan leik fyrir Bulls en hann skoraði fjórtán stig og tók 17 fráköst en það dugði ekki fyrir Chicago sem er í basli í austurdeildinni. Bulls er í tólfta sæti með 18 sigra og 29 töp en það er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Frammistöðu Boogie Cousins frá því í nótt má sjá í myndbandinu hér að neðan.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 112-107 Atlanta Hawks - Utah Jazz 104-90 Houston Rockets - Miami Heat 99-90 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76errs 105-101 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 109-105 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 132-128 Dallas Mavericks - Washington Wizards 98-75 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 104-101
NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira