Hver er þessi Alda Karen? Andrés Jónsson skrifar 22. janúar 2018 06:30 „Alda Karen hver?” er spurningin sem hefur sameinað bæði virka í athugasemdum og virka á Twitter síðustu daga. Hópar sem alla jafna eru á öndverðum meiði. Þetta er reyndar sama spurning og ég spurði sjálfan mig í byrjun septembermánaðar í fyrra þegar viðburður sem auglýstur var á Facebook greip athygli mína. Fyrst og fremst vegna þess að yfirskrift viðburðarins virtist óvenju ósvífin: „Leyndarmálin mín um markaðssetningu, sölu og lífið sjálft”.„Hver segir svona?” „Leyndarmálin mín? Hver segir svona?!?” var fyrsta hugsunin. Forvitni mín var þó vakin og ég smellti á viðburðinn. Þarna var einhver 24 ára stelpa sem ég kannaðist ekkert við að bjóða fólki á frían fyrirlestur í 150 manna sal í Hörpu þar sem hún sagðist ætla að ljóstra upp leyndarmálunum sínum um velgengni í lífi og starfi.Óvenju ósvífin yfirskrift við fyrstu sýn.Ég smellti á going en ég var langt í frá búinn að ákveða að mæta. Ég átti allt eins von á að þetta yrði algjör tímaeyðsla og líklega myndi ég hafa miklu þarfari hluti að gera þegar að þessu kæmi. „Hvað getur 24 ára stelpa sagt mér sem ég veit ekki nú þegar?”. Um leið var lítil mjóróma rödd sem hvíslaði að mér að þarna væri hugsanlega eitthvað mjög sérstakt og skemmtilegt á ferðinni. Því þrátt fyrir ósvífna yfirskriftina þá virkaði allt uppleggið í kringum þetta að öðru leyti mjög einlægt. Alda var að gera þetta frítt. Hún virkaði alls ekki hrokafull eða veruleikafirrt. „Var þessi 24 ára kona kannski bara óvenju hugrökk? Var það kannski stóri lærdómurinn? Að maður megi bara gera það sem mann langar til að gera? Fá hugmynd og kýla á hana?”„Kannski hafði Alda Karen eitthvað gott fram að færa?” Næstu daga hitti ég fólk sem hafði líka séð viðburðinn auglýstann. Það spurði: „Ég sá að þú ert skráður á þennan viðburð. Hver er þetta eiginlega?”. Ég svaraði því til að ég vissi það ekki en sagði að ég héldi að þetta gæti orðið áhugavert. „Þessi stelpa er allavega ansi gírug að þora þessu. Mér finnst þetta eiginlega bara flott hjá henni að gera þetta, jafnvel þó að þetta verði örugglega einhverjar klisjur sem maður hefur oft heyrt áður.” Það sem gerðist næst var óvænt. Það fóru að berast póstar. Þeim sem skráð höfðu sig á Facebook viðburðinn var bent á að skrá sig líka í gegnum eyðublað á netinu. Mikil eftirspurn væri eftir að mæta og skráning á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (sem tók að sér að leigja salinn og hjálpa Öldu að skipuleggja þetta) yrði eina skráningin sem myndi gilda. Svo kom póstur um að fyrirlesturinn hefði verið færður í stærri sal í Hörpu. Svo annar póstur um að hann hefði verið færður í enn stærri sal. Að lokum póstur þar sem fram kom að áhuginn væri svo mikill að Norðurljósa-salurinn í Hörpu væri orðinn fullur og þeir sem ekki sæu fram á að komast ættu af afskrá sig svo fólk á biðlista kæmist að. Forvitni mín var vakin. Ég þurrkaði á þessum tímapunkti úr huga mér allar efasemdirnar sem ég hafði haft þegar ég skráði mig á viðburðinn og klappaði mér þvert á móti á bakið í huganum, „auðvitað vissir þú að strax þetta væri eitthvað rosa sniðugt dæmi og nú eru aðrir að fatta það.” Ég vissi samt ekkert á hverju var von þegar ég hjólaði niður í Hörpu þennan dumbungslega þriðjudag í september. Eftirvæntingin sem var í loftinu þegar fólk streymdi upp stóru tröppurnar í Hörpu var hins vegar áþreifanleg. 800 manns litu í kringum sig í salnum, allir voru á svipinn eins og þeir væru einkar ánægðir með að vera í hópi hinna útvöldu á viðburði þar sem færri komust að en vildu. En hvað vildi þetta fólk? Afhverju var það samankomið í þessum sal í hundraðatali? Afhverju voru fjölmargir á biðlista? Og hvað var þessi Alda Karen að fara að segja við okkur? Ég efast um að fleiri en 5% viðstaddra hafi haft nokkra hugmynd um svörin við þessum spurningum fyrirfram.Andrúmsloftið í salnum var rafmagnað skömmu áður en þessi alls óþekkta stelpa með sitt óhóflega mikla sjálfsálit átti að stíga á svið og deila með okkur leyndarmálunum sínum markaðssetningu, sölu og lífið sjálft.Andrés jónssonÉg settist aftast við útganginn. Ég vildi eiga undankomuleið ef þetta yrði vandræðalega lélegt. Þegar augu mín mættu augnaráði einhvers sem ég kannaðist við þá kinkaði ég rétt svo kolli með samanbitnar varir - svona til að gefa til kynna að ég væri bara rétt að líta þarna inn af forvitni og að ég gæti mjög líklega þurft að fara áður en yfir lyki. Ég væri síður en svo partur af söfnuðinum sem þarna var mættur til að drekka í sig leyndarmál Öldu Karenar. Í raun væri það faglegur áhugi minn á því hvað það sé sem fái svona sturlaða hópsálarstemningu til að myndast, sem dregið hefði mig á staðinn. Allt þetta mátti lesa úr svip mínum þar sem ég hnipraði mig saman aftast í salnum, enn í úlpunni og með trefil. Alls ekki á leið að frelsast til sannleikans um sölu, markaðssetningu og lífið sjálft. Fram á sviðið steig Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Kom svo sem ekki á óvart. Ég þekki Fjalar vel og veit að hann er hrifnæmari en fólki er hollt að vera (sama má segja um þann sem þetta skrifar). Fjalar og samstarfskona hans hjá NMÍ sögðu eitthvað um hvaða þjónustu þau bjóði fólki sem er með hugmynd í maganum og vilji spreyta sig á að stofna fyrirtæki. Jæja. Það var komið að þessu. Steig þá fram á sviðið Alda Karen.Alda minnti mig við fyrstu sýn helst á teiknimyndapersónuna Dariu Morgendorffer.Hún er hávaxin og limalöng með sítt hár eins og hippa-stelpa. Klædd í peysu og gallabuxur, converse-skó og með gleraugu. Hún byrjar á að ganga að borði til hliðar á sviðinu og drekka tvö glös af vatni, hvert á eftir öðru. Var þetta leyndarmálið hennar? Nei, hún útskýrði að svo væri ekki. Hún væri fædd með ofvirka munnvatnskirtla og yrði að súpa vatn reglulega til að drukkna ekki í eigin munnvatni þarna beint fyrir framan okkur. Berskjaldað og einlægt og allir í salnum ákváðu líklega, þá og þegar, að þeim líkaði við Öldu Kareni. Alda sagðist vera hamingjusamlega gift. Hún ætti frábæra konu en þær ættu ekki íbúð. Hún sagðist hafa vaknað þennan dag og langað að hætta við fyrirlesturinn því hún hefði allt í einu fengið þá flugu í höfuðið að hún væri ekki nógu sæt. Þarna kom hún strax inn á það sem varð meginefni fyrirlestrarins. Afhverju líður okkur svo oft þannig að við séum ekki nógu góð? Ekki nógu sæt, ekki nógu mjó, ekki nógu rík og ekki nógu sjálfsörugg. Afhverju hugsum við öll svona jafnvel þó að við séum fullkomin í dag, akkúrat á þessari stundu, með öllum okkar göllum og þrátt fyrir allar þær niðurlægingar sem við höfum upplifað og öll þau mörgu mistök sem við burðumst með úr fortíðinni? Hvernig við getum sigrað þessa hugsun sem herjar á okkur í sífellu og er krankleiki sem allar kynslóðir kannast við? Já, Alda Karen var greinilega komin til að fjalla um sitthvað fleira en gerð styrktarsamninga við fyrirtæki. Hún kom vissulega með fullt af praktískum ráðleggingum í fyrirlestri sínum og tók mörg dæmi úr íslenskum raunveruleika til að bakka ráðleggingar sínar upp. Það sem ég tók hins vegar mest eftir var hvað hún var góð í að ná til fólks í salnum. Alda þorði að láta hluti flakka sem hefðu getað komið í bakið á henni. Hún var ekki að leika en margt hjá henni var mjög leikrænt og þar af leiðandi skemmtilegt. Hún sagði fjölmargar gamansögur af sjálfri sér, kettinum sínum og ömmu sinni, sem hún hefur grunaða um að vera þátttakanda í samsæri eldri borgara um að eyðileggja Facebook. Allt er það góðlátlegt grín.Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Öldu.Andrés JónssonHún notar fjölmörg trix sem ég hef hingað til bara séð reynda fyrirlesara nota, tekur kúnstpásur til að skerpa athygli áhorfenda, er spontant, ávarpar það sem allir eru að hugsa strax í kjölfar þess að hún lætur eitthvað sjokkerandi flakka. Hún lætur íslenskt stórfyrirtæki í veitingabransanum heyra það. Þagnar og spyr síðan hvort við finnum hvað okkur líður vel í þögninni. Við kinkum öll kolli ósjálfrátt, enda á Alda okkur með húð og hári þegar þarna er komið við sögu. Alda þykist ekki hafa öll svörin en henni finnst það greinilega ekki vera skilyrði til að mega velta upp svörum við þeim spurningum sem brenna á henni… og líklega okkur. Hún er einhvern veginn fyllilega til staðar. Nýtur þess að standa á sviðinu og tjáir tilfinningar sem allar eru sannar. Maður finnur það. Alda býður upp á spurningar í lokin. Tekur öllum mjög fallega. Leiðréttir engan, nema einstaka sinnum sjálfa sig. Segir það bara beint út ef einhver spurning kemur flatt upp á hana.Fjöldi fólks hafði spurningar til þessarar 24 ára hippastelpu sem fannst hún hafa fullan rétt á að svara þeimAndrés JónssonHún fær eina mjög erfiða spurningu. Efasemdarmanneskja stendur upp: „Er raunhæft hjá þér, sem þú segir að sé draumurinn þinn, að stofna skóla þar sem börn fá að ráða sjálf hvað þau læra?” Hún viðurkennir að þetta virðist ansi fjarlægur draumur en er þó á því að menntakerfið þurfi á algerri yfirhalningu að halda. Það sé hennar hugsjón að breyta því. Salurinn klappar. Við erum með henni. Ég skrifaði punkta í símann minn á meðan á þessu öllu stóð, eins og ég geri á öllum fyrirlestrum sem ég fer á. Yfirleitt skrifa ég aðallega niður mistök sem fyrirlesararnir gera svo ég geti forðast að gera þau sjálfur síðar. Það er líklega minn helsti ótti. Að gera mistök og upplifa í kjölfarið niðurlægingu frammi fyrir stórum hópi fólks. Fólk var farið að streyma út úr salnum. Það var eins og í leiðslu. Við höfðum upplifað eitthvað sérstakt. Ekki misskilja mig, þetta var ekki eitthvað trúarlegt. Bara gleði yfir að hafa orðið vitni að manneskju sem tók stóran séns, lofaði leyndarmálum, við tókum séns á henni og það gekk upp. Niðurstaða mín var að þetta væri líklega einn best heppnaði fyrirlestur sem ég hafi séð.Ég skrifaði fullt af punktum á meðan ég hlustaði á Öldu en ekki nema hluti þeirra meikar sens 4 mán síðar :)En snúum okkur þá aftur að yfirskrift þessarar bloggfærslu: „Hver er þessi Alda Karen?” Hún er sveitastelpa að norðan og hafði verið í Menntaskólanum á Akureyri en gengið illa, var greind með athyglisbrest og fann sig ekki í skóla. Hún fann sig hins vegar í félagsstörfum og fékk tækifæri til að láta þá hæfileika njóta sín þegar nemendafélagi skólans hafði tekist að sannfæra Félag framhaldsskólanema um að halda söngkeppni félagsins fyrir norðan það ár. Alda Karen fór á fullt í skipulagninguna og þeim tókst að fá sjónvarpið til að sýna keppninni, redduðu styrktaraðilum og fengu Saga Film til að sjá um sjónvarpsupptökurnar. Allt í einu vissi hún hvað hún ætti að vera að gera. Hún sagði skilið við frekari skólagöngu, flutti suður og sótti um vinnu hjá Saga Film. Þrátt fyrir ungan aldur og almennt reynsluleysi. Þar varð hún markaðsfulltrúi og síðar markaðsstjóri. Hún stofnaði fyrirtæki en það var næstum farið á hausinn. Bjargaðist fyrir horn. Fékk vinnu sem sölu- og markaðsstjóri í nýju og spennandi fyrirtæki og nú eftir þrjá daga lá leiðin út í óvissuna, flutningar til New York til að láta reyna á hugmyndir fyrirtækisins á stærra markaðssvæði. Hún flutti semsagt út til New York beint eftir fyrirlesturinn sinn í Norðurljósasal Hörpu og ég fylgdist áfram lítillega með henni þar í gegnum Instagram-sögur sem hún birtir á hverjum degi. Yfirleitt birti hún myndbönd af sér að þramma til og frá vinnu og að segja frá fólkinu sem hún hitti þann daginn og hvernig hún væri að takast á við að þekkja engan en þurfa að finna fólk sem tilbúið er að hlusta á hana tala um lítið íslenskt sprotafyrirtæki. Á engan hátt var hún að fegra það ströggl sem því fylgir að flytja til stórborgar með nær ekkert í höndunum nema hugmynd og sjálfan sig. Ég skil mætavel að fyrstu viðbrögð fólks við að heyra um LIFE- Masterclass í Hörpu hafi verið tortryggni og reiði yfir þeirri framhleypni sem að þessi unga kona sýni með því að dirfast að segja fólki að hún sé fær um að kenna því lexíur um hvað lífið sé. Mín fyrstu viðbrögð í haust voru ekki ósvipuð. Þetta eru reyndar algeng varnarviðbrögð okkar við einhverju eða einhverjum sem við vitum ekki alveg hvað okkur á að finnast um. Við byrjum á að spyrja kaldhæðnislega á samfélagsmiðlum:„Hvað er nú eiginlega þetta?!? hehe” Svo þegar við sjáum að aðrir sem eru með vigt í umræðunni eru á sömu línu þá upplifum við okkur örugg til að hæðast bæði að þessum aðila sem þarna er nýstiginn fram á sjónarsviðið og ekki síður að þeim 2000 “sem létu gabbast” og borguðu fyrir að hlýða á Öldu lýsa reynslu sinni á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu. Bæði Twitter-mafían og fólk sem sendi mér skilaboð á Facebook var forvitið. Var virkilega einhver veruleikafirrt samfélagsmiðlastelpa að hafa fólk að fífli í þúsundavís með bláköldum ritstuldi frá Tony Robbins og öðrum álíka misvitringum? Tilkynningarskyldan: Ég tók þetta tal líklega smá nærri mér þar sem ég hafði fyrir löngu keypt miða og var mættur aftur til að hlýða á Öldu, nema nú sat ég á fremsta bekk en ekki aftasta. Svarið hvað mig varðar er nei. Ég var ekki genginn í költ og farinn að trúa að 24 ára síðhærður gúrú hefði öll svörin sem ég leita að. Vissulega eru umræðuefni Öldu Karenar ekki ný af nálinni. Þau eru hin sömu og helstu heimspekingar og trúarbrögð fjalla um. Tilganginn með þessu öllu. Efasemdirnar um okkur sjálf. Hvað viljum við í raun og veru, hvort svarið sé að fá alla drauma sína uppfyllta eða hvernig öðlast maður annars hamingjuna? Á dögum þar sem fáir opna heimspekirit (nema í bitaformi tilvitnana á instagram) og nær enginn mætir í kirkju eða önnur tilbeiðsluhús þá er þetta kannski ekkert verri leið en önnur til að fá fólk að íhuga umhverfi sitt og lífssviðhorf. Ég þurfti að svara spurningum fjölmargra sem sendu mér skilaboð þetta kvöld eftir að ég birti mynd úr Eldborg á Facebook. “Nei, hún ekki að predika að allir eigi að verða samfélagsmiðlastjörnur og áhrifavaldar. Raunar minntist hún ekkert á vinnuna sína, né fyrirtækið sem hún starfar hjá, allan fyrirlesturinn. Hún var bara að tala um hvernig hún sé eins og við öll og hvernig hún tekst á við eigið líf. Hún er ekki að segja að hún sé með allt á hreinu eða sé búin að afreka svo mikið að allir eigi að horfa til hennar sem fyrirmyndar.“ Ég var á yfirsnúningi að verja þessa konu sem var líklega sjálfri alveg sama um efasemdaraddirnar. Eða eins og einhver sem fékk nóg af háðsglósunum orðaði það á Twitter:„Hvenær seldum VIÐ síðast upp í Eldborg?” Jafnvel þó að upplifunin hafi auðvitað ekki verið jafn sterk og þegar ég sá hana halda ókeypis fyrirlestur sinn í september síðastliðnum þá gerði Alda þetta ótrúlega vel og ég er stoltur af henni. Hún var örlítið stressuð til að byrja með, enda með 2000 manns að mæna á sig úr Eldborgarsalnum. Hún var hins vegar búinn að pússa efnið sitt, sem var örugglega nauðsynlegt í ljósi þess að fólk var að borga sig inn núna. Það var margt mjög gott sem hún sagði og eitt af því hitti mig beint í hjartastað. Hvað það var hef ég fyrir sjálfan mig en það var sannarlega miðaverðsins virði. Fyrir utan að það var gaman að vera partur af þessu og sjá allt þetta fólk mæta með opinn huga og dást að Öldu og konunum sem hún fékk upp á svið með sér. Þvílíkur innblástur sem @aldakarenh veitir okkur. Er 24 ára. Pantar Eldborg. Býður fólki að koma að hlusta á reynslu sína. UPPSELT! A post shared by Andrés Jónsson (@andresjons) on Jan 19, 2018 at 10:16am PST Kvöldið var vel pródúserað og það voru bara konur sem komu fram. Bæði var það einkar kankvís kynnir og einnig fjórar konur í panel í byrjun seinni hluta kvöldsins sem töluðu um eigin lífsmóttó og vonir og væntingar. Ég veit ekki hvort Alda Karen stefnir á að verða svona hvatningar-ræðumaður eins og Tony Robbins eða gefa út bækur eins og Timothy Ferris og slá í gegn í Bandaríkjunum. Ég held samt ekki. Ég held að þessi hugmynd, að halda fyrirlestur um eigin reynslu, hafi bara verið hliðarskref sem óvart varð risastórt og varð í leiðinni fjölmörgum Íslendingum mikill innblástur. Sérstaklega mörgum ungum konum. Það er nægur árangur í sjálfu sér. Ef ég á að spá fyrir um hvar Alda Karen muni enda þá held ég að hún muni aftur flytja heim til Íslands. Hún endi á að stofna eigið fyrirtæki, kannski jafnvel skólann góða sem henni langar að stofna. Eða fari að starfa sem stjórnandi í fyrirtæki hér á Íslandi. Þó hún hafi ekki klárað menntaskóla þá hefur hún nú þegar sýnt hvers hún er megnug. Það er líka gott að 2000 manns milli tvítugs og fertugs fengu að sjá hvers hún er megnug og fái ástæðu til að hugsa í alvöru um hvernig lífið rætist. Því þrátt fyrir óljós loforð um annað er það ekki lengur trygging fyrir því að fá gott starf að fara í skóla og ná sér í gráðu. Það þarf að gera fleira til að skera sig úr. Alda mun sjálf ekki þurfa að fara í skóla á ný, nema hún vilji það, því hún er nú þegar búin að fatta hvað sé mikilvægasta leiðin til að vera alltaf að læra. Það er að miðla jafnóðum því sem maður lærir. Sumt af því sem Alda er að miðla hef ég heyrt áður eða lesið. Sumt mætti segja að séu klisjur, en það er líka sagt um eiginlega öll sannindi. Þetta voru allavega bara góð sannindi sem hún flutti okkur á laugardagskvöldið. En það sem ég hef lært mest af því að sitja þessa tvo fyrirlestra Öldu í Hörpu, fyrst innan um 800 manns og svo með 2000 manns, er það fordæmi sem Alda sýnir okkur. Með því þora þessu, gera þetta, samþykkja sjálfa sig… jafnvel þó að Twitter eða Virkir í athugasemdum séu kannski ósammála.Hún er sjálf helsti boðskapurinn, burtséð frá öllu því sem hún hefur að segja.Andrés JónssonTekið skal fram að ég þekki Öldu ekki persónulega og ég bið hana innilega afsökunar á þeim villum sem finna má í endursögn minni á framtaki hennar. Pistillinn birtist fyrst á medium.com þar sem nálgast má fleiri myndir af fyrirlestri Öldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Alda Karen hver?” er spurningin sem hefur sameinað bæði virka í athugasemdum og virka á Twitter síðustu daga. Hópar sem alla jafna eru á öndverðum meiði. Þetta er reyndar sama spurning og ég spurði sjálfan mig í byrjun septembermánaðar í fyrra þegar viðburður sem auglýstur var á Facebook greip athygli mína. Fyrst og fremst vegna þess að yfirskrift viðburðarins virtist óvenju ósvífin: „Leyndarmálin mín um markaðssetningu, sölu og lífið sjálft”.„Hver segir svona?” „Leyndarmálin mín? Hver segir svona?!?” var fyrsta hugsunin. Forvitni mín var þó vakin og ég smellti á viðburðinn. Þarna var einhver 24 ára stelpa sem ég kannaðist ekkert við að bjóða fólki á frían fyrirlestur í 150 manna sal í Hörpu þar sem hún sagðist ætla að ljóstra upp leyndarmálunum sínum um velgengni í lífi og starfi.Óvenju ósvífin yfirskrift við fyrstu sýn.Ég smellti á going en ég var langt í frá búinn að ákveða að mæta. Ég átti allt eins von á að þetta yrði algjör tímaeyðsla og líklega myndi ég hafa miklu þarfari hluti að gera þegar að þessu kæmi. „Hvað getur 24 ára stelpa sagt mér sem ég veit ekki nú þegar?”. Um leið var lítil mjóróma rödd sem hvíslaði að mér að þarna væri hugsanlega eitthvað mjög sérstakt og skemmtilegt á ferðinni. Því þrátt fyrir ósvífna yfirskriftina þá virkaði allt uppleggið í kringum þetta að öðru leyti mjög einlægt. Alda var að gera þetta frítt. Hún virkaði alls ekki hrokafull eða veruleikafirrt. „Var þessi 24 ára kona kannski bara óvenju hugrökk? Var það kannski stóri lærdómurinn? Að maður megi bara gera það sem mann langar til að gera? Fá hugmynd og kýla á hana?”„Kannski hafði Alda Karen eitthvað gott fram að færa?” Næstu daga hitti ég fólk sem hafði líka séð viðburðinn auglýstann. Það spurði: „Ég sá að þú ert skráður á þennan viðburð. Hver er þetta eiginlega?”. Ég svaraði því til að ég vissi það ekki en sagði að ég héldi að þetta gæti orðið áhugavert. „Þessi stelpa er allavega ansi gírug að þora þessu. Mér finnst þetta eiginlega bara flott hjá henni að gera þetta, jafnvel þó að þetta verði örugglega einhverjar klisjur sem maður hefur oft heyrt áður.” Það sem gerðist næst var óvænt. Það fóru að berast póstar. Þeim sem skráð höfðu sig á Facebook viðburðinn var bent á að skrá sig líka í gegnum eyðublað á netinu. Mikil eftirspurn væri eftir að mæta og skráning á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (sem tók að sér að leigja salinn og hjálpa Öldu að skipuleggja þetta) yrði eina skráningin sem myndi gilda. Svo kom póstur um að fyrirlesturinn hefði verið færður í stærri sal í Hörpu. Svo annar póstur um að hann hefði verið færður í enn stærri sal. Að lokum póstur þar sem fram kom að áhuginn væri svo mikill að Norðurljósa-salurinn í Hörpu væri orðinn fullur og þeir sem ekki sæu fram á að komast ættu af afskrá sig svo fólk á biðlista kæmist að. Forvitni mín var vakin. Ég þurrkaði á þessum tímapunkti úr huga mér allar efasemdirnar sem ég hafði haft þegar ég skráði mig á viðburðinn og klappaði mér þvert á móti á bakið í huganum, „auðvitað vissir þú að strax þetta væri eitthvað rosa sniðugt dæmi og nú eru aðrir að fatta það.” Ég vissi samt ekkert á hverju var von þegar ég hjólaði niður í Hörpu þennan dumbungslega þriðjudag í september. Eftirvæntingin sem var í loftinu þegar fólk streymdi upp stóru tröppurnar í Hörpu var hins vegar áþreifanleg. 800 manns litu í kringum sig í salnum, allir voru á svipinn eins og þeir væru einkar ánægðir með að vera í hópi hinna útvöldu á viðburði þar sem færri komust að en vildu. En hvað vildi þetta fólk? Afhverju var það samankomið í þessum sal í hundraðatali? Afhverju voru fjölmargir á biðlista? Og hvað var þessi Alda Karen að fara að segja við okkur? Ég efast um að fleiri en 5% viðstaddra hafi haft nokkra hugmynd um svörin við þessum spurningum fyrirfram.Andrúmsloftið í salnum var rafmagnað skömmu áður en þessi alls óþekkta stelpa með sitt óhóflega mikla sjálfsálit átti að stíga á svið og deila með okkur leyndarmálunum sínum markaðssetningu, sölu og lífið sjálft.Andrés jónssonÉg settist aftast við útganginn. Ég vildi eiga undankomuleið ef þetta yrði vandræðalega lélegt. Þegar augu mín mættu augnaráði einhvers sem ég kannaðist við þá kinkaði ég rétt svo kolli með samanbitnar varir - svona til að gefa til kynna að ég væri bara rétt að líta þarna inn af forvitni og að ég gæti mjög líklega þurft að fara áður en yfir lyki. Ég væri síður en svo partur af söfnuðinum sem þarna var mættur til að drekka í sig leyndarmál Öldu Karenar. Í raun væri það faglegur áhugi minn á því hvað það sé sem fái svona sturlaða hópsálarstemningu til að myndast, sem dregið hefði mig á staðinn. Allt þetta mátti lesa úr svip mínum þar sem ég hnipraði mig saman aftast í salnum, enn í úlpunni og með trefil. Alls ekki á leið að frelsast til sannleikans um sölu, markaðssetningu og lífið sjálft. Fram á sviðið steig Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Kom svo sem ekki á óvart. Ég þekki Fjalar vel og veit að hann er hrifnæmari en fólki er hollt að vera (sama má segja um þann sem þetta skrifar). Fjalar og samstarfskona hans hjá NMÍ sögðu eitthvað um hvaða þjónustu þau bjóði fólki sem er með hugmynd í maganum og vilji spreyta sig á að stofna fyrirtæki. Jæja. Það var komið að þessu. Steig þá fram á sviðið Alda Karen.Alda minnti mig við fyrstu sýn helst á teiknimyndapersónuna Dariu Morgendorffer.Hún er hávaxin og limalöng með sítt hár eins og hippa-stelpa. Klædd í peysu og gallabuxur, converse-skó og með gleraugu. Hún byrjar á að ganga að borði til hliðar á sviðinu og drekka tvö glös af vatni, hvert á eftir öðru. Var þetta leyndarmálið hennar? Nei, hún útskýrði að svo væri ekki. Hún væri fædd með ofvirka munnvatnskirtla og yrði að súpa vatn reglulega til að drukkna ekki í eigin munnvatni þarna beint fyrir framan okkur. Berskjaldað og einlægt og allir í salnum ákváðu líklega, þá og þegar, að þeim líkaði við Öldu Kareni. Alda sagðist vera hamingjusamlega gift. Hún ætti frábæra konu en þær ættu ekki íbúð. Hún sagðist hafa vaknað þennan dag og langað að hætta við fyrirlesturinn því hún hefði allt í einu fengið þá flugu í höfuðið að hún væri ekki nógu sæt. Þarna kom hún strax inn á það sem varð meginefni fyrirlestrarins. Afhverju líður okkur svo oft þannig að við séum ekki nógu góð? Ekki nógu sæt, ekki nógu mjó, ekki nógu rík og ekki nógu sjálfsörugg. Afhverju hugsum við öll svona jafnvel þó að við séum fullkomin í dag, akkúrat á þessari stundu, með öllum okkar göllum og þrátt fyrir allar þær niðurlægingar sem við höfum upplifað og öll þau mörgu mistök sem við burðumst með úr fortíðinni? Hvernig við getum sigrað þessa hugsun sem herjar á okkur í sífellu og er krankleiki sem allar kynslóðir kannast við? Já, Alda Karen var greinilega komin til að fjalla um sitthvað fleira en gerð styrktarsamninga við fyrirtæki. Hún kom vissulega með fullt af praktískum ráðleggingum í fyrirlestri sínum og tók mörg dæmi úr íslenskum raunveruleika til að bakka ráðleggingar sínar upp. Það sem ég tók hins vegar mest eftir var hvað hún var góð í að ná til fólks í salnum. Alda þorði að láta hluti flakka sem hefðu getað komið í bakið á henni. Hún var ekki að leika en margt hjá henni var mjög leikrænt og þar af leiðandi skemmtilegt. Hún sagði fjölmargar gamansögur af sjálfri sér, kettinum sínum og ömmu sinni, sem hún hefur grunaða um að vera þátttakanda í samsæri eldri borgara um að eyðileggja Facebook. Allt er það góðlátlegt grín.Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Öldu.Andrés JónssonHún notar fjölmörg trix sem ég hef hingað til bara séð reynda fyrirlesara nota, tekur kúnstpásur til að skerpa athygli áhorfenda, er spontant, ávarpar það sem allir eru að hugsa strax í kjölfar þess að hún lætur eitthvað sjokkerandi flakka. Hún lætur íslenskt stórfyrirtæki í veitingabransanum heyra það. Þagnar og spyr síðan hvort við finnum hvað okkur líður vel í þögninni. Við kinkum öll kolli ósjálfrátt, enda á Alda okkur með húð og hári þegar þarna er komið við sögu. Alda þykist ekki hafa öll svörin en henni finnst það greinilega ekki vera skilyrði til að mega velta upp svörum við þeim spurningum sem brenna á henni… og líklega okkur. Hún er einhvern veginn fyllilega til staðar. Nýtur þess að standa á sviðinu og tjáir tilfinningar sem allar eru sannar. Maður finnur það. Alda býður upp á spurningar í lokin. Tekur öllum mjög fallega. Leiðréttir engan, nema einstaka sinnum sjálfa sig. Segir það bara beint út ef einhver spurning kemur flatt upp á hana.Fjöldi fólks hafði spurningar til þessarar 24 ára hippastelpu sem fannst hún hafa fullan rétt á að svara þeimAndrés JónssonHún fær eina mjög erfiða spurningu. Efasemdarmanneskja stendur upp: „Er raunhæft hjá þér, sem þú segir að sé draumurinn þinn, að stofna skóla þar sem börn fá að ráða sjálf hvað þau læra?” Hún viðurkennir að þetta virðist ansi fjarlægur draumur en er þó á því að menntakerfið þurfi á algerri yfirhalningu að halda. Það sé hennar hugsjón að breyta því. Salurinn klappar. Við erum með henni. Ég skrifaði punkta í símann minn á meðan á þessu öllu stóð, eins og ég geri á öllum fyrirlestrum sem ég fer á. Yfirleitt skrifa ég aðallega niður mistök sem fyrirlesararnir gera svo ég geti forðast að gera þau sjálfur síðar. Það er líklega minn helsti ótti. Að gera mistök og upplifa í kjölfarið niðurlægingu frammi fyrir stórum hópi fólks. Fólk var farið að streyma út úr salnum. Það var eins og í leiðslu. Við höfðum upplifað eitthvað sérstakt. Ekki misskilja mig, þetta var ekki eitthvað trúarlegt. Bara gleði yfir að hafa orðið vitni að manneskju sem tók stóran séns, lofaði leyndarmálum, við tókum séns á henni og það gekk upp. Niðurstaða mín var að þetta væri líklega einn best heppnaði fyrirlestur sem ég hafi séð.Ég skrifaði fullt af punktum á meðan ég hlustaði á Öldu en ekki nema hluti þeirra meikar sens 4 mán síðar :)En snúum okkur þá aftur að yfirskrift þessarar bloggfærslu: „Hver er þessi Alda Karen?” Hún er sveitastelpa að norðan og hafði verið í Menntaskólanum á Akureyri en gengið illa, var greind með athyglisbrest og fann sig ekki í skóla. Hún fann sig hins vegar í félagsstörfum og fékk tækifæri til að láta þá hæfileika njóta sín þegar nemendafélagi skólans hafði tekist að sannfæra Félag framhaldsskólanema um að halda söngkeppni félagsins fyrir norðan það ár. Alda Karen fór á fullt í skipulagninguna og þeim tókst að fá sjónvarpið til að sýna keppninni, redduðu styrktaraðilum og fengu Saga Film til að sjá um sjónvarpsupptökurnar. Allt í einu vissi hún hvað hún ætti að vera að gera. Hún sagði skilið við frekari skólagöngu, flutti suður og sótti um vinnu hjá Saga Film. Þrátt fyrir ungan aldur og almennt reynsluleysi. Þar varð hún markaðsfulltrúi og síðar markaðsstjóri. Hún stofnaði fyrirtæki en það var næstum farið á hausinn. Bjargaðist fyrir horn. Fékk vinnu sem sölu- og markaðsstjóri í nýju og spennandi fyrirtæki og nú eftir þrjá daga lá leiðin út í óvissuna, flutningar til New York til að láta reyna á hugmyndir fyrirtækisins á stærra markaðssvæði. Hún flutti semsagt út til New York beint eftir fyrirlesturinn sinn í Norðurljósasal Hörpu og ég fylgdist áfram lítillega með henni þar í gegnum Instagram-sögur sem hún birtir á hverjum degi. Yfirleitt birti hún myndbönd af sér að þramma til og frá vinnu og að segja frá fólkinu sem hún hitti þann daginn og hvernig hún væri að takast á við að þekkja engan en þurfa að finna fólk sem tilbúið er að hlusta á hana tala um lítið íslenskt sprotafyrirtæki. Á engan hátt var hún að fegra það ströggl sem því fylgir að flytja til stórborgar með nær ekkert í höndunum nema hugmynd og sjálfan sig. Ég skil mætavel að fyrstu viðbrögð fólks við að heyra um LIFE- Masterclass í Hörpu hafi verið tortryggni og reiði yfir þeirri framhleypni sem að þessi unga kona sýni með því að dirfast að segja fólki að hún sé fær um að kenna því lexíur um hvað lífið sé. Mín fyrstu viðbrögð í haust voru ekki ósvipuð. Þetta eru reyndar algeng varnarviðbrögð okkar við einhverju eða einhverjum sem við vitum ekki alveg hvað okkur á að finnast um. Við byrjum á að spyrja kaldhæðnislega á samfélagsmiðlum:„Hvað er nú eiginlega þetta?!? hehe” Svo þegar við sjáum að aðrir sem eru með vigt í umræðunni eru á sömu línu þá upplifum við okkur örugg til að hæðast bæði að þessum aðila sem þarna er nýstiginn fram á sjónarsviðið og ekki síður að þeim 2000 “sem létu gabbast” og borguðu fyrir að hlýða á Öldu lýsa reynslu sinni á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu. Bæði Twitter-mafían og fólk sem sendi mér skilaboð á Facebook var forvitið. Var virkilega einhver veruleikafirrt samfélagsmiðlastelpa að hafa fólk að fífli í þúsundavís með bláköldum ritstuldi frá Tony Robbins og öðrum álíka misvitringum? Tilkynningarskyldan: Ég tók þetta tal líklega smá nærri mér þar sem ég hafði fyrir löngu keypt miða og var mættur aftur til að hlýða á Öldu, nema nú sat ég á fremsta bekk en ekki aftasta. Svarið hvað mig varðar er nei. Ég var ekki genginn í költ og farinn að trúa að 24 ára síðhærður gúrú hefði öll svörin sem ég leita að. Vissulega eru umræðuefni Öldu Karenar ekki ný af nálinni. Þau eru hin sömu og helstu heimspekingar og trúarbrögð fjalla um. Tilganginn með þessu öllu. Efasemdirnar um okkur sjálf. Hvað viljum við í raun og veru, hvort svarið sé að fá alla drauma sína uppfyllta eða hvernig öðlast maður annars hamingjuna? Á dögum þar sem fáir opna heimspekirit (nema í bitaformi tilvitnana á instagram) og nær enginn mætir í kirkju eða önnur tilbeiðsluhús þá er þetta kannski ekkert verri leið en önnur til að fá fólk að íhuga umhverfi sitt og lífssviðhorf. Ég þurfti að svara spurningum fjölmargra sem sendu mér skilaboð þetta kvöld eftir að ég birti mynd úr Eldborg á Facebook. “Nei, hún ekki að predika að allir eigi að verða samfélagsmiðlastjörnur og áhrifavaldar. Raunar minntist hún ekkert á vinnuna sína, né fyrirtækið sem hún starfar hjá, allan fyrirlesturinn. Hún var bara að tala um hvernig hún sé eins og við öll og hvernig hún tekst á við eigið líf. Hún er ekki að segja að hún sé með allt á hreinu eða sé búin að afreka svo mikið að allir eigi að horfa til hennar sem fyrirmyndar.“ Ég var á yfirsnúningi að verja þessa konu sem var líklega sjálfri alveg sama um efasemdaraddirnar. Eða eins og einhver sem fékk nóg af háðsglósunum orðaði það á Twitter:„Hvenær seldum VIÐ síðast upp í Eldborg?” Jafnvel þó að upplifunin hafi auðvitað ekki verið jafn sterk og þegar ég sá hana halda ókeypis fyrirlestur sinn í september síðastliðnum þá gerði Alda þetta ótrúlega vel og ég er stoltur af henni. Hún var örlítið stressuð til að byrja með, enda með 2000 manns að mæna á sig úr Eldborgarsalnum. Hún var hins vegar búinn að pússa efnið sitt, sem var örugglega nauðsynlegt í ljósi þess að fólk var að borga sig inn núna. Það var margt mjög gott sem hún sagði og eitt af því hitti mig beint í hjartastað. Hvað það var hef ég fyrir sjálfan mig en það var sannarlega miðaverðsins virði. Fyrir utan að það var gaman að vera partur af þessu og sjá allt þetta fólk mæta með opinn huga og dást að Öldu og konunum sem hún fékk upp á svið með sér. Þvílíkur innblástur sem @aldakarenh veitir okkur. Er 24 ára. Pantar Eldborg. Býður fólki að koma að hlusta á reynslu sína. UPPSELT! A post shared by Andrés Jónsson (@andresjons) on Jan 19, 2018 at 10:16am PST Kvöldið var vel pródúserað og það voru bara konur sem komu fram. Bæði var það einkar kankvís kynnir og einnig fjórar konur í panel í byrjun seinni hluta kvöldsins sem töluðu um eigin lífsmóttó og vonir og væntingar. Ég veit ekki hvort Alda Karen stefnir á að verða svona hvatningar-ræðumaður eins og Tony Robbins eða gefa út bækur eins og Timothy Ferris og slá í gegn í Bandaríkjunum. Ég held samt ekki. Ég held að þessi hugmynd, að halda fyrirlestur um eigin reynslu, hafi bara verið hliðarskref sem óvart varð risastórt og varð í leiðinni fjölmörgum Íslendingum mikill innblástur. Sérstaklega mörgum ungum konum. Það er nægur árangur í sjálfu sér. Ef ég á að spá fyrir um hvar Alda Karen muni enda þá held ég að hún muni aftur flytja heim til Íslands. Hún endi á að stofna eigið fyrirtæki, kannski jafnvel skólann góða sem henni langar að stofna. Eða fari að starfa sem stjórnandi í fyrirtæki hér á Íslandi. Þó hún hafi ekki klárað menntaskóla þá hefur hún nú þegar sýnt hvers hún er megnug. Það er líka gott að 2000 manns milli tvítugs og fertugs fengu að sjá hvers hún er megnug og fái ástæðu til að hugsa í alvöru um hvernig lífið rætist. Því þrátt fyrir óljós loforð um annað er það ekki lengur trygging fyrir því að fá gott starf að fara í skóla og ná sér í gráðu. Það þarf að gera fleira til að skera sig úr. Alda mun sjálf ekki þurfa að fara í skóla á ný, nema hún vilji það, því hún er nú þegar búin að fatta hvað sé mikilvægasta leiðin til að vera alltaf að læra. Það er að miðla jafnóðum því sem maður lærir. Sumt af því sem Alda er að miðla hef ég heyrt áður eða lesið. Sumt mætti segja að séu klisjur, en það er líka sagt um eiginlega öll sannindi. Þetta voru allavega bara góð sannindi sem hún flutti okkur á laugardagskvöldið. En það sem ég hef lært mest af því að sitja þessa tvo fyrirlestra Öldu í Hörpu, fyrst innan um 800 manns og svo með 2000 manns, er það fordæmi sem Alda sýnir okkur. Með því þora þessu, gera þetta, samþykkja sjálfa sig… jafnvel þó að Twitter eða Virkir í athugasemdum séu kannski ósammála.Hún er sjálf helsti boðskapurinn, burtséð frá öllu því sem hún hefur að segja.Andrés JónssonTekið skal fram að ég þekki Öldu ekki persónulega og ég bið hana innilega afsökunar á þeim villum sem finna má í endursögn minni á framtaki hennar. Pistillinn birtist fyrst á medium.com þar sem nálgast má fleiri myndir af fyrirlestri Öldu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun