Óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum hjá lögreglu Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 07:00 Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Fréttablaðið/Anton Brink Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30