Væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Böðvar fagnar í leik með FH. vísir/ernir Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum. Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum.
Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira