Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yfirvöld voru í fjórgang látin vita af meintum brotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir ungmenni, samkvæmt heimildum fréttastofu, en fjallað hefur verið um mál hans síðustu daga.

Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga, en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum verðum við líka í beinni útsendingu frá Búðardal, þar sem íbúar funda í kvöld um uppbyggingu vindorkuvers og ræðum notkun samfélagsmiðla við doktorsnema í sálfræði sem rannsakar andlega líðan ungmenna.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×