Innlent

Áslaug vill sæti á lista ef það býðst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán
Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán
„Þetta er núna í höndum kjörnefndar þannig að ég get ekki ákveðið það sjálf,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi spurð hvort hún myndi taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

„Mér finnst það koma til greina,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi spurður út í sína afstöðu.

Áslaug fékk næstflest atkvæði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi og Kjartan varð þriðji. Nú hefur kjörnefnd fulltrúaráðsins Varðar auglýst eftir tilnefningum frá flokksmönnum sem hafa áhuga á að taka sæti. Áslaug segir að hún myndi taka sæti á lista ef henni byðist það. „Ég fór í þetta allt saman til þess að gefa kost á því að vinna áfram í þessu.“

Áslaug segir að það hafi verið á brattann fyrir sig að sækja í prófkjörinu. „En ég er að styrkja mig gríðarlega mikið. Ég var í fimmta sæti síðast, segir hún. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×