Peningarnir í Ofurskálinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson NFL Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun