Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 14:32 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, reyndi ítrekað að fá upplýsingar um stöðu málsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að kæran hafði verið lögð fram. Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46