Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 14:27 86 var sagt upp störfum hjá Odda fyrr í dag. Vísir/GVA „Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
„Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40