LaVar: Steve Kerr er Milli Vanilli þjálfaranna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 14:30 LaVar kennir hér þjálfara litháíska liðsins að þjálfa. vísir/getty Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel. NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel.
NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira