Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 08:49 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00