Eins og staðan er á Írlandi í dag eru fóstureyðingar með öllu bannaðar nema í undantekningartilfellum eins og þegar líf móðurinnar er í bráðri hættu.
Ekki er fallist á fóstureyðingar, þegar barnið hefur komið undir eftir nauðgun, sifjaspell, eða þegar barnið er alvarlega vanskapað.
Nú á að taka ákvörðun um hvort breyta skuli viðauka við stjórnarskrá Íra, sem settur var árið 1983 og tók þá af öll tvímæli um að fóstureyðingar væru bannaðar í landinu.
Forsætisráðherrann Leo Varadkar hefur sagt að hann muni berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni.
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslan mun heilbrigðisráðherra landsins smíða frumvarp sem myndi heimila konum að gangast undir fóstureyðingu fram að tólftu viku meðgöngu og í undantekningartilfellum eftir það.
In recent weeks many people, mainly men, have spoken about the personal journeys they have been on. We should remember the saddest & loneliest journey is made by Irish women who travel to other countries in their 1000s to end their pregnancies. These journeys don't have to happen
— Leo Varadkar (@campaignforleo) January 29, 2018