Óánægju gætir innan Bjartrar með samstarfið Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2018 08:00 Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur byggt tvö minni knatthús í Kaplakrika á síðasta áratug. Nú á að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð. Þessi mynd er af byggingu minnsta hússins, sem kallað hefur verið Dvergurinn. vísir/gva Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira