Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 23:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að opinbera ekki minnisblað Demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísaði forsetinn til þjóðaröryggis en minnisblaðið byggir á leynilegum gögnum. Trump sagði þó fyrr í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“. Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. Lögmaður Hvíta hússins, Don McGahn sagði að minnisblaðið innihéldi of mikið af leynilegum upplýsingum og að meðlimir nefndarinnar hefðu verið beðnir um að breyta því með tilliti til ábendinga Dómsmálaráðuneytisins. Hann sagði Trump vera tilbúinn til að svipta leyndinni af minnisblaðinu ef breytingar yrðu gerðar. Umræddu minnisblaði er ætlað að vera andsvar við minnisblaði sem Repúblikaninn Devin Nunes skrifaði og opinberað var í síðustu viku. Í því minnisblaði var því haldið fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, og Dómsmálaráðuneytisins hefðu beitt óviðeigandi aðferðum til þess að fá heimildir til að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, Carter Page, og markmið þeirra hefði verið að grafa undan Trump. Stuðningsmenn forsetans hafa notað minnisblað Nunes til þess að gagnrýna Rússarannsókn Robert Mueller og jafnvel sagt að hún eigi ekki rétt á sér. Þó fram hafi komið í minnisblaðinu að upphaf rannsóknarinnar megi reka til þess að George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland, hafi sagt við ástralskan embættismann í London að Rússar byggju yfir upplýsingum um Hillary Clinton áður en það var opinbert. Nunes hélt því svo fram í útvarpsviðtali á miðvikudaginn að Demókratar væru að reyna að fela þá staðreynd að Hillary Clinton hefði starfað með Rússum til þess að öðlast neikvæðar upplýsingar um Donald Trump og koma þeim til FBI og þannig hefja Rússarannsóknina. Sú staðhæfing á hins vegar ekki við rök að styðjast. Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, Dómsmálaráðuneytisins mótmæltu birtingu minnisblaðs Nunes og það gerðu Demókratar sömuleiðis. Þeir sögðu minnisblaðið draga upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á. Repúblikanar í leyniþjónustunefndinni höfnuðu hins vegar að birta opinberlega minnisblað minnihluta demókrata í nefndinni sem lýst er sem andsvari við skjal Nunes á sama tíma. Repúblikanar í nefndinni samþykktu það svo á þriðjudaginn og sendu skjalið til Trump sem hefur fimm daga frá þriðjudeginum til að taka ákvörðun. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til tilkynningar Trump. Upprunalega fjallaði hún um að Hann sagði í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Minnisblað Demókrata sent til Trump Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. 5. febrúar 2018 23:46 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að opinbera ekki minnisblað Demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísaði forsetinn til þjóðaröryggis en minnisblaðið byggir á leynilegum gögnum. Trump sagði þó fyrr í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“. Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. Lögmaður Hvíta hússins, Don McGahn sagði að minnisblaðið innihéldi of mikið af leynilegum upplýsingum og að meðlimir nefndarinnar hefðu verið beðnir um að breyta því með tilliti til ábendinga Dómsmálaráðuneytisins. Hann sagði Trump vera tilbúinn til að svipta leyndinni af minnisblaðinu ef breytingar yrðu gerðar. Umræddu minnisblaði er ætlað að vera andsvar við minnisblaði sem Repúblikaninn Devin Nunes skrifaði og opinberað var í síðustu viku. Í því minnisblaði var því haldið fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, og Dómsmálaráðuneytisins hefðu beitt óviðeigandi aðferðum til þess að fá heimildir til að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, Carter Page, og markmið þeirra hefði verið að grafa undan Trump. Stuðningsmenn forsetans hafa notað minnisblað Nunes til þess að gagnrýna Rússarannsókn Robert Mueller og jafnvel sagt að hún eigi ekki rétt á sér. Þó fram hafi komið í minnisblaðinu að upphaf rannsóknarinnar megi reka til þess að George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland, hafi sagt við ástralskan embættismann í London að Rússar byggju yfir upplýsingum um Hillary Clinton áður en það var opinbert. Nunes hélt því svo fram í útvarpsviðtali á miðvikudaginn að Demókratar væru að reyna að fela þá staðreynd að Hillary Clinton hefði starfað með Rússum til þess að öðlast neikvæðar upplýsingar um Donald Trump og koma þeim til FBI og þannig hefja Rússarannsóknina. Sú staðhæfing á hins vegar ekki við rök að styðjast. Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, Dómsmálaráðuneytisins mótmæltu birtingu minnisblaðs Nunes og það gerðu Demókratar sömuleiðis. Þeir sögðu minnisblaðið draga upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á. Repúblikanar í leyniþjónustunefndinni höfnuðu hins vegar að birta opinberlega minnisblað minnihluta demókrata í nefndinni sem lýst er sem andsvari við skjal Nunes á sama tíma. Repúblikanar í nefndinni samþykktu það svo á þriðjudaginn og sendu skjalið til Trump sem hefur fimm daga frá þriðjudeginum til að taka ákvörðun. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til tilkynningar Trump. Upprunalega fjallaði hún um að Hann sagði í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Minnisblað Demókrata sent til Trump Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. 5. febrúar 2018 23:46 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00
Minnisblað Demókrata sent til Trump Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. 5. febrúar 2018 23:46